Lífið

Stjörnubarn í fallhlífastökki

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Jaden Smith, 15 ára, sonur leikarans Will Smith og leikkonunnar Jada Pinkett Smith, skellti sér í fallhlífastökk í Dubai í vikunni og skellti mynd af athæfinu á Twitter-síðu sína.

Trey, 21 árs, sonur Wills úr fyrra sambandi, fór líka í fallhlífastökk og föðmuðust bræðurnir þegar niður á jörðu var komið.

Nokkrum vikum áður fór faðir þeirra í fallhlífastökk á sama stað og því greinilegt að eplið fellur ekki langt frá eikinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.