Lífið

Vill sjá prinsessur í yfirþyngd í Disney-myndum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Miðskólastelpan Jewel Moore frá Farmville í Virginíu í Bandaríkjunum hefur stofnað undirskriftalista til að hvetja fyrirtækið Disney til að hafa prinsessur í yfirþyngd í teiknimyndum sínum.

„Ég stofnaði þennan undirskriftalista því ég er ung stúlka í yfirþyngd og ég þekki margar stúlkur og konur í yfirþyngd sem eiga í basli með sjálfsálitið og þurfa á jákvæðum fyrirmyndum í yfirþyngd að halda í fjölmiðlum. Það er mjög erfitt að finna slíkar fyrirmyndir,“ segir Jewel.

Markmið Jewel er að safna 25 þúsund undirskriftum og hefur hún náð tæplega nítján þúsund. Hún vonast til að Disney taki mark á þessu.

„Það myndi marka tímamót ef Disney myndi styðja hóp af stúlkum sem eru lagðar í einelti af fjölmiðlum. Það myndi auka sjálfstraust margra stúlkna ef þær myndu sjá sterka karaktera sem væru eins og þær.“

Listinn er á netinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.