Lífið

Elton John með nýja og endurbætta útgáfu

Elton John gefur út tónleika á myndbandsformi.
Elton John gefur út tónleika á myndbandsformi. nordicphotos/getty
Elton John ætlar að endurútgefa meistaraverk sitt Goodbye Yellow Brick Road þann 25. mars næstkomandi. Í endurútgáfunni má heyra mörg þekkt nöfn í tónlistargeiranum taka lög Eltons eins og Ed Sheeran, Fall Out Boy, the Zac Brown Band, Hunter Hayes, the Band Perry, John Grant, Emeli Sande og mörg fleiri.

Þá verður sýnd tónleikamynd af tónleikum Eltons í Las Vegas, The Million Dollar Piano. Um er að ræða 90 tónleika tónleikaröð sem hann kom fram á frá árinu 2011 til 2014.

Þeir verða sýndir í 500 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum og 1.200 kvikmyndahúsum í 40 löndum. Tónlistarmaðurinn er mjög ánægður með að myndin skuli fara í sýningu í kvikmyndahúsum.

Elton John er farinn í tónleikaferðalag um norður- og suður-Ameríku og um Evrópu. Hann verður á tónleikaferðalagi fram í apríl. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.