Lífið

Íslendingar verri nágrannar en aðrir?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Eins frábært og það getur verið að búa í fjölbýli þá getur það svo sannarlega reynt á taugarnar. Góðir nágrannar bæta lífið en stundum ganga samskiptin ekki af einhverjum ástæðum.

Næsti þáttur af Kollu fjallar um samskipti fólks í fjölbýlishúsum, hvað þarf að hafa í huga til að sambúðin gangi sem best og hvað er hægt að gera til að leysa deilur. En eru Íslendingar erfiðari þegar kemur að því að búa í fjölbýli? Því heldur Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður og framkvæmdastjóri Húseigandafélagsins, fram eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var upp eftir að upptökum á þættinum lauk.

Þátturinn um samskipti fólks í fjölbýlishúsum er á dagskrá á Stöð 2 í kvöld klukkan 20:05.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.