Lífið

Sumir pósa betur en aðrir

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar á svokölluðu pósunámskeiði hjá Iceland fitness en það styttist óðum í  Íslandsmótið IFBB í fitness og vaxtarrækt sem fram fer í Háskólabíói 17. - 18. apríl næstkomandi. 

„Á námskeiðinu kennum við keppendum pósur og stöður í samræmi við reglur IFBB sem er alþjóðasamband líkamsræktarmanna. Við leitumst við að laða fram kosti hvers keppanda fyrir sig svo honum líði nú sem best á sviðinu og skori sem hæst hjá dómurum. Auk þess að kenna göngulag og sviðsframkomu förum við yfir þætti eins og hvernig skuli bera á sig keppnislit og hvernig skuli velja skýlur og bikini,“ segir Konráð Gíslason sem kennir á pósunámskeiðunum ásamt Aðalheiði Ýr Ólafsdóttur og Magnúsi Samúelssyni.  

Næsta pósunámskeið 
hefst 22. febrúar næstkomandi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.