Lífið

Byrjaði í dópi ellefu ára

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Elijah Blue Allman, sonur söngkonunnar Cher og rokkarans Gregg Allman, var aðeins ellefu ára gamall þegar hann neytti fíkniefna í fyrsta sinn. Í kjölfarið hófst barátta hans við fíknina og var hann oft nær dauða en lífi eins og hann segir sjálfur frá í viðtali við Entertainment Tonight.

„Ég byrjaði í dópi í kringum ellefu ára aldurinn,“ segir Elijah sem byrjaði í grasi og alsælu. Hann færði sig yfir í harðari efni áður en langt um leið til að milda sársauka gamalla sára.

„Mig langaði að flýja frá fortíð minni og þá leitar maður í fíkniefni eins og heróín. Heróín bjargaði mér eiginlega. Ég veit ekki hvað ég hefði gert á vissum tímapunkti án þess. Ég hefði kannski hoppað fram af brú. Það komu tímar þar sem ég var nær dauða en lífi og stundum fannst mér ég vera á brúninni,“ segir Elijah sem er listamaður og tónlistamaður í dag.

„Auðvitað hugsar maður um að eitthvað slæmt geti gerst. Maður getur horfið í svarthol. Ég vissi að þetta var rangt og ég vissi að ég var ósáttur við lífið á þessum tímapunkti,“ bætir Elijah við sem hefur verið edrú síðan árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.