Lífið

Idol-stjarna í framboð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
American Idol-stjarnan Clay Aiken ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.

Clay lenti í öðru sæti í annarri seríu af American Idol árið 2003 og lýsir barnæsku sinni í nýju kosningamyndbandi. Þar talar hann um heimilisofbeldi, fátækt og móður sem mótaði líf hans.

„Ég var eins árs og móðir mín bankaði á dyrnar með einungis bleyjupakka, fötin sem við vorum í og mig í örmum sínum,“ segir Clay. Þau gistu á stofugólfi hjá vinafólki til að flýja föður Clay sem var „ofbeldisfullur maður sem datt í það og varð reiður.“

Þá segir Clay að móðir hans hafi leitt huga hans frá ofbeldinu með tónlist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.