Lífið

Ekki lengur með átröskun

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Lady Gaga segir í viðtali við tímaritið Harper's Bazaar að árið 2013 hafi verið mjög erfitt þar sem að hún hafi fengið slæma gagnrýni fyrir plötuna sína ARTPOP og að hún hafi selst mjög illa.

„Ég fór í gegnum mjög erfiðan tíma á síðasta ári. Mér fannst fólk sem ég treysti notfæra sér mig,“ segir lafðin.

„Ég varð mjög þunglynd í lok síðasta árs. Ég var þreytt á því að rífast við fólk. Ég fann ekki einu sinni minn eigin hjartslátt. Ég var reið, bölsýn og fann fyrir miklum leiða sem var eins og akkeri sem ég þurfti að draga hvert sem ég fór. Mig langaði ekki að verja sjálfa mig einu sinni enn fyrir manneskjum sem lugu að mér,“ bætir Lady Gaga við. Hún segist hafa vaknað með annað hugarfar á nýársdag.

Forsíðan.
„Mér fannst ég vera að deyja - ljósið mitt slokknaði algjörlega. Ég sagði við sjálfa mig að ég þyrfti að finna litla glætu og magna hana upp. Ég þurfti að gera það fyrir mig og tónlistina mína. Ég þurfti að gera það fyrir aðdáendur mína og fjölskyldu. Þunglyndi sviptir þig ekki hæfileikunum - það gerir það bara að verkum að það er erfiðara að finna þá. En ég finn þá alltaf. Ég hef lært að leyfa depurð ekki að eyðileggja það sem er frábært við mig."

Hún segist hafa þjáðst af átröskun en sé á betri stað núna.

„Samband mitt við mat er betra. Ég er ekki með átröskun lengur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.