Sport

t.A.T.u kemur fram í Sotsjí

Stefán Árni Pálsson skrifar
t.A.T.u stígur á svið í Sotsjí á morgun.
t.A.T.u stígur á svið í Sotsjí á morgun.
Þær Lena Katina og Yulia Volkova í hljómsveitinni t.A.T.u munu koma fram fyrir setningarathöfnina á Ólympíuleikunum í Sotsjí.

Samkvæmt The Wall Street Journal mun atriði þeirra ekki vera sýnt um heim allan en þær koma fram á einskonar upphitunartónleikum fyrir setningarathöfnina á morgun.

Rússneska Ólympíusveitin mun samkvæmt heimildum miðilsins ganga inn á Ólympíuleikvanginn undir laginu „Not Gonna Get Us" með t.A.T.u.

Lena Katina og Yulia Volkova eru rússneskar.

Umræðan undanfarin misseri hefur að miklu leyti snúist um mannréttindabrot gangvart samkynhneigðum í Rússlandi.

Þær stöllur hafa aldrei verið feimnar við það að sína ást og jafnvel kyssast á sviðinu.

t.A.T.u. naut gríðarlegrar vinsælda á sínum tíma og gáfu þær út slagara á borð við „All the Things She Said", „Not Gonna Get Us" og „All About Us".

Talið er að þeim hafi verið skipað að „haga“ sér á sviðinu og sýna ekki neitt sem bendir til samkynhneigðar en aftur á móti eru Lena Katina og Yulia Volkova ekki þekktar fyrir það að láta segja sér til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×