Lífið

Ef þú bara vissir - ranghugmyndir um næringu

Næringarfræði er uppfull af allskonar ranghugmyndum. Verstu dæmin eru talin upp á vefnum Betrinaering.is. Hér eru þrjár ranghugmyndir varðandi næringu sem gerðu heiminn bæði feitan og veikan.

Egg eru slæm (ósatt)

Egg eru meðal næringarríkustu fæðutegunda á jörðinni og auka ekki hættu á hjartasjúkdómum. Egg í morgunmat geta hjálpað þér að léttast.  Egg eru svo ótrúlega nærandi að þau eru oft kölluð „fjölvítamín náttúrunnar”. Næringarefnin í þeim geta breytt einni frumu í heilan kjúkling. Hins vegar hefur neysla eggja verið fordæmd vegna þess að þau innihalda mikið kólesteról, en það var talið auka hættuna á hjartasjúkdómum. En sannleikurinn er sá að þrátt fyrir að þau séu há í kólesteróli, þá hækka egg í raun ekki slæma kólesterólið í blóðinu. Reyndar hækka egg fyrst og fremst „góða” kólesterólið.

Að borða mikið prótein er óhollt (ósatt)

Margir telja að mikil prótínneysla sé slæm fyrir beinin. Það er rétt að mikið prótín getur aukið útskilnað kalsíums frá beinum til skamms tíma, en langtíma rannsóknir sýna hins vegar gagnstæð áhrif. Í raun er meiri prótínneysla tengd við bætta beinþéttni og minni hættu á beinbrotum í elli. Þetta er eitt dæmið um hvernig gagnrýnislaus fylgni við hefðbundna næringarráðgjöf getur leitt til þveröfugrar niðurstöðu.

Rannsóknir sýna að prótín hefur jákvæð áhrif á heilbrigði beina til lengri tíma og eykur ekki hættu á nýrnasjúkdómum hjá heilbrigðum einstaklingum. Neysla prótínríkrar fæðu hefur jákvæð áhrif á heilsu.

Kaffi er óhollt (ósatt)

Kaffi hefur fengið slæmt orð á sig. Það er rétt að kaffi getur hækkað blóðþrýsting lítillega til skemmri tíma . Hins vegar sýna langtíma rannsóknir að kaffi getur raunverulega dregið úr hættu á nokkrum alvarlegum sjúkdómum.   Kaffi inniheldur mjög mikið af andoxunarefnum. Rannsóknir sýna að þeir sem drekka kaffi eru í miklu minni hættu á að þróa með sér marga alvarlega sjúkdóma.

Hé rmá fræðast um enn fleiri ranghugmyndir (13 talsins).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.