Lífið

Síðasta viðtal Jimi Hendrix

Jimi Hendrix
Jimi Hendrix AFP/NordicPhotos
Þann 11. september, árið 1970, veitti Jimi Hendrix það sem reyndist verða hans síðasta viðtal.

Viðtalið var tekið inn á herberginu hans á Cumberland hótelinu í London.

Hendrix, sem er að mörgum talinn hafa verið einn færasti hljóðfæraleikari í sögunni, var uppgefinn; hann vann of mikið, átti tvær lögsóknir yfir höfði sér og átti við heilsufarsvandamál að stríða.

Viku síðar kom kærasta hans að honum látnum í þessu sama hótelherbergi.

Hendrix var þó hinn hressasti í viðtalinu sem má hlýða á hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.