Lífið

Ólétt á Instagram

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirsætan Doutzen Kroes tilkynnti það á Instagram-síðu sinni í dag að hún ætti von á sínu öðru barni. Þetta gerði hún með því að birta nektarmynd af sér á síðunni þar sem sést í óléttukúluna.

Doutzen er gift hollenska plötusnúðinum Sunnery James en þau giftu sig seint á árinu 2010. Þau eiga fyrir þriggja ára gamla soninn Phyllon Joy.

Doutzen er ein eftirsóttasta fyrirsæta í heimi en hún lét hafa eftir sér nýlega að hana dreymdi um að vera James Bond-stúlka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.