Lífið

Til minningar um Nick Clooney

George Clooney
George Clooney AFP/NordicPhotos
George Clooney frumsýndi í vikunni nýja mynd sína The Monuments Men, með Cate Blanchett, Bill Murray og fleiri góðum í aðalhlutverkum í New York.

Clooney sagði frá því í viðtali hvernig hann hefði strítt pabba sínum, þegar hann sýndi honum myndina á Ítalíu áður en hún var frumsýnd.

„Ég sýndi honum myndina á Ítalíu,“ sagði Clooney.

„Pabbi leikur mig í lok myndarinnar, og gengur inn í ótrúlega fallega kirkju og það er dásamleg lýsing og svo verður skjárinn svartur og þarna hefði kreditlistinn átt að koma upp. En í staðinn setti ég texta sem sagði: Til minningar um Nick Clooney.“

Clooney hélt áfram.

„Pabbi spurði mig hvað í helvítinu ég væri að gera. Ég svaraði honum að sagði að það væri frekar langt í frumsýninguna og að maður vissi aldrei á hverju maður ætti von.“

Pabbi Clooneys hét því að hann myndi ná sér niðri á syninum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.