Lífið

Leno lýkur keppni

Jay Leno var kvaddur með virktum í gærkvöldi.
Jay Leno var kvaddur með virktum í gærkvöldi. Vísir/AP
Bandaríski þáttastjórnandinn Jay Leno stýrði sínum síðasta þætti af The Tonight Show í gærkvöldi, eftir tuttugu og tveggja ára, nær samfellt starf. Leno, sem er sextíu og þriggja ára, beygði af á sviðinu þegar hann þakkaði aðdáendum sínum fyrir stuðninginn.

Fjöldi gesta komu fram í þættinum í gær, fólk á borð við Billy Cristal, Ophru Winfrey og Garth Brooks. Þá sendi Barack Obama forseti Leno kveðju þar sem hann grínaðist með að hann ætlaði sér að gera Leno að sendiherra á Suðurskautslandinu.

Hinum þrjátíu og níu ára gamla grínista Jimmy Fallon hefur verið falið að fylla skarðið sem Leno skilur eftir sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.