Lífið

Æfir allt að fjórum sinnum á dag

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Rachel Frederickson var krýndur sigurvegari í raunveruleikaþættinum The Biggest Loser í Bandaríkjunum í vikunni. Hún var rúm 47 kíló í úrslitaþættinum og hafa fjölmiðlar vestan hafs gagnrýnt óheilbrigt útlit hennar.

„Mín helstu markmið eru að vera heilbrigð og sterk. Ég er íþróttamaður. Ég hef verið íþróttamaður síðan ég var lítil stúlka. Og ég tók þátt í The Biggest Loser til að finna sjálfsöryggið sem ég tapaði,“ sagði Rachel á blaðamannafundi á miðvikudag. Hún segist innbyrða sextán hundruð kaloríur á dag í formi fimm lítilla máltíða undir leiðsögn næringarfræðings þáttarins Cheryl Forberg. Þá segist hún æfa þrisvar til fjórum sinnum á dag og fari til dæmis í Zumba og spinning.

Rachel var afrekskona í sundi en hætti að iðka íþróttina þegar hún varð ástfangin og flutti til Þýskalands þegar hún var átján ára.

„Þá byrjaði ég að þyngjast. Ég týndi sjálfri mér þegar sambandinu lauk og ég byrjaði að þyngjast meira og fela sjálfa mig þangað til ég byrjaði í þættinum sex árum seinna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.