Lífið

Biður fólk að kjósa sig í Playboykeppni

Ellý Ármanns skrifar
myndir/playboy
Arna Bára Karlsdóttir, hárgreiðslukona, og Playboy-fyrirsæta vonast eftir að sigra forkeppni sem fram fer á internetinu svo hún komist í bikiníkeppni sem ber yfirskriftina Miss International Bikini Model Search en keppnin fer fram í Mexíkó. Arna trónir nú í fyrsta sæti í þessari netkeppni en úrslitin verða kynnt eftir níu daga.

Arna leitast við að safna pening fyrir unnusta sinn, Heiðar Árnason, svo hann geti farið með henni út.

Kærastinn ætlar út með Örnu



„Ég er að fara í keppni á vegum The Bikini Model Search, Playboy í Mexíkó, Maxim og FHM. Ég fæ allt borgað fyrir mig en Heiðar ætlar að fara með mér út til að styðja mig. Hótelpakkinn kostar um 140 þúsund íslenskar krónur fyrir allt „eventið“ en með því að vinna þessa keppni á netinu fæ ég pakkann fyrir hann frían og VIP passa inn á allt sem er þarna. Þar að auki fæ ég allskonar námskeið og kemst beint í úrslit í keppninni sem að ég er að fara í,“ útskýrir Arna.

Hvernig undirbýrðu þig fyrir þessa keppni? 



„Ég hef verið að æfa frá klukkan 9-12 alla virka daga. Eftir vinnu á laugardögum í sirka fjóra tíma. Ég er með grenningarráðgjafa hann Sverri Björn Þráinsson en hann er með skrifstofu upp í Sporthúsi. Hann er algjör snillingur og ég mæli hiklaust með honum. Svo er ég komin með íslenskan bikiníspons og ég fæ alveg sjúklega flott keppnisbikiní með mér út. Hún heitir Freydís og er með þessa Facebooksíðu

„Svo ef einhver fyrirtæki vilja „sponsa“ mig í þessari keppni og í undirbúningnum þá má viðkomandi senda mér tölvupóst á netfangið arnamodel@gmail.com," segir hún.

Hvetur fólk til að kjósa sig

„Kosningin í þessari keppni er mjög auðveld. Þú opnar þennan link, „lækar“ myndina, deilir henni eða setur inn athugasemd en allt telur. Sú sem fær flest af öllu þessu vinnur keppnina. Það tekur enga stund að smella allavegana einu „like-i“ á myndina mína. Ég yrði mjög þakklát ef fólk myndi vilja hjálpa mér og gleðja unnustann minn," segir hún.

Arna og Heiðar.
Hér má kjósa Örnu (linkur á Facebook).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×