Lífið

Styrktartónleikar í Hörpu í dag

Bjarki Ármannsson skrifar
Bubbi Morthens er meðal þeirra sem stíga á svið í kvöld.
Bubbi Morthens er meðal þeirra sem stíga á svið í kvöld. Vísir/GVA
Í dag verða styrktartónleikarnir Ég á líf haldnir í Norðurljósasal Hörpu. Ágóði tónleikanna rennur til rannsóknar á arfgengri heilablæðingu.

Tónleikarnir eru tvískiptir og hefst fyrst barnaskemmtun klukkan 14:00 þar sem töframaðurinn Einar einstaki, Friðrik Dór, Íþróttaálfurinn og Solla stirða skemmta unga fólkinu. Frítt er inn fyrir fullorðna en miðaverð fyrir börn er 1.500 krónur.

Klukkan 20:00 hefjast svo kvöldtónleikarnir og kemur þar fram einvalalið íslenskra tónlistarmanna. Ber þar helst að nefna Bubba Morthens, Einar Ágúst, Þórunni Antoníu, Sísí Ey og Lögreglukórinn. Einnig munu nemendur úr Verzlunarskóla Íslands flytja atriði úr söngleik skólans í ár, Með allt á hreinu. Miðaverð inn á kvöldtónleika er 3.900 krónur.

Það er María Ósk Kjartansdóttir sem stendur fyrir tónleikunum, en heilablæðingar hafa lengi verið í fjölskyldu hennar. Hún sagði frá baráttu sinni við sjúkdóminn í Íslandi í dag síðastliðið haust, en hún hefur fimm sinnum fengið heilablæðingar.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.