Lífið

Lauryn Hill syngur Bítlalag

Ugla Egilsdóttir skrifar
Lauryn Hill er nýkomin úr stofufangelsi.
Lauryn Hill er nýkomin úr stofufangelsi. Mynd/ Getty Images.
Lauryn Hill flutti Bítlalagið Something í þætti David Letterman í gær.

Lauryn Hill er á tónleikaferðalagi. Hún þurfti að aflýsa tónleikum síðasta laugardag vegna veikinda. Hún sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún harmaði að hafa valdið aðdáendum sínum vonbrigðum.

Söngkonan sagði að ef hún hefði haft heilsu til þess hefði hún örugglega mætt. Til þess að koma í veg fyrir misskilning vildi hún að það kæmi fram að atriði hennar hjá David Letterman var tekinn upp síðasta fimmtudag, en ekki á föstudaginn, þegar hann var sendur út.

Lauryn segist öll vera að braggast og hlakka til að syngja á tónleikum á mánudaginn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.