Lífið

Framhaldsskólakennari í framboð

Ellý Ármanns skrifar
Margmenni kom saman í framboðsgleði Magnúsar Más Guðmundssonar, framhaldsskólakennara í MK, á Loft Hostel í gærkvöldi. Magnús, sem er fyrrverandi formaður Ungra jafnaðarmanna, gefur kost á sér í 4.-5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer eftir viku.

„Ég var virkilega ánægður með kvöldið. Það er alltaf gaman að eiga góða stund með vinum og öðrum félögum og þar fyrir utan var mikill hugur í fólki," svarar Magnús aðspurður hvernig til hafi tekist. „Vinir mínir sem eru mjög öflugir í eldhúsinu og sáu um veitingarnar. Össur var sérstaklega hrifinn af „súkkulaðibrownies“ sem Jóna vinkona mín gerði." 

Magnús ákvað með skömmum fyrirvara að taka þátt í flokksvalinu. „Þannig að þetta hafa verið ansi þéttir en skemmtilegir dagar. Það er í mörg horn að líta, en ég er með góðan hóp í kringum mig," segir Magnús sem leggur áherslu leikskóla-, húsnæðis- og jafnréttismál í sinni baráttu.

Heimasíða Magnúsar

Björk Vilhelmsdóttir, Þorbjörg Halldóra Hannesdóttir, Guðmundur Karl Magnússon og Dagur B. Eggertsson.
Össur Skarphéðinsson, Eiríkur Hjálmarsson og Magnús Salberg.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Júlía Margrét Einarsdóttir og Eva Kamilla Einarsdóttir.
Valgerður Bjarnadóttir og Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
Magnús Már Guðmundsson og Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal.
Hulda Björk Halldórsdóttir, Jóna Björk Gísladóttir og Katrín Thorsteinsson.
Halla María Ólafsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Erla Dröfn Rúnarsdóttir og Þorgerður Lilja Björnsdóttir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.