Engin alvarleg rifrildi Ellý Ármanns skrifar 24. janúar 2014 08:00 Myndir/Hanna Gestsdóttir Systurnar Greta Mjöll og Hófí Samúelsdætur hafa staðið saman á sviði frá unga aldri og keppa nú saman í Söngvakeppninni sem fram fer þann 1. febrúar. Þær segja ekki laust við að systraerjur skjóti upp kollinum á æfingum en gætu ekki án hvor annarrar verið. „Æfingar ganga ótrúlega vel og ég hef góða tilfinningu fyrir þessu“ segir Greta Mjöll og Hófí tekur í sama streng. „Það er mikil gleði í hópnum sem er orðinn vel samstilltur fyrir stóra daginn.“ Systurnar, sem stofnuðu saman hljómsveitina SamSam á síðasta ári, vöktu fyrst athygli landans með laginu Ó María sem ómaði á öldum ljósvakans árið 2006. „Ég þekki eiginlega ekkert annað en að syngja með Hófí og finnst ég alltaf hálf nakin án hennar. Það er ómetanlegt að fá að hafa hana með mér í þessu ævintýri,“ segir Greta sem flytur lagið Eftir eitt lag í Söngvakeppninni og er Hófí ein af þremur bakröddum á sviði. „Það koma nú alveg upp systraerjur,“ segir Hófí og þær hlæja báðar.„Það fer allavega ekki framhjá neinum að við erum systur. Ekki að við séum að hnakkrífast, en við skulum bara orða það þannig að sem betur fer höfum við verið systur lengur en við höfum verið saman í tónlist.“ Greta er sammála því. „Við reynum nú að passa okkur þegar við vinnum með öðru fólki og stundum er betra að skilja systrasamskiptin eftir heima. Þetta er þó aldrei neitt alvarlegt en við erum góðar í því að benda hvor annarri á hvað er hægt að gera betur. Á sama tíma veitum við hvor annarri mikinn stuðning og hrósum óspart.Það besta við að vinna með systur sinni er það að vita að það er einhver á staðnum sem er alltaf með þér í liði sama hvað.“ Hófí segir systrasambandið veita þeim ákveðið forskot í samstarfinu. „Stundum finnst mér eins og við getum lesið hvor aðra án orða, eins og það sé einhver tenging á milli okkar.“ Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira
Systurnar Greta Mjöll og Hófí Samúelsdætur hafa staðið saman á sviði frá unga aldri og keppa nú saman í Söngvakeppninni sem fram fer þann 1. febrúar. Þær segja ekki laust við að systraerjur skjóti upp kollinum á æfingum en gætu ekki án hvor annarrar verið. „Æfingar ganga ótrúlega vel og ég hef góða tilfinningu fyrir þessu“ segir Greta Mjöll og Hófí tekur í sama streng. „Það er mikil gleði í hópnum sem er orðinn vel samstilltur fyrir stóra daginn.“ Systurnar, sem stofnuðu saman hljómsveitina SamSam á síðasta ári, vöktu fyrst athygli landans með laginu Ó María sem ómaði á öldum ljósvakans árið 2006. „Ég þekki eiginlega ekkert annað en að syngja með Hófí og finnst ég alltaf hálf nakin án hennar. Það er ómetanlegt að fá að hafa hana með mér í þessu ævintýri,“ segir Greta sem flytur lagið Eftir eitt lag í Söngvakeppninni og er Hófí ein af þremur bakröddum á sviði. „Það koma nú alveg upp systraerjur,“ segir Hófí og þær hlæja báðar.„Það fer allavega ekki framhjá neinum að við erum systur. Ekki að við séum að hnakkrífast, en við skulum bara orða það þannig að sem betur fer höfum við verið systur lengur en við höfum verið saman í tónlist.“ Greta er sammála því. „Við reynum nú að passa okkur þegar við vinnum með öðru fólki og stundum er betra að skilja systrasamskiptin eftir heima. Þetta er þó aldrei neitt alvarlegt en við erum góðar í því að benda hvor annarri á hvað er hægt að gera betur. Á sama tíma veitum við hvor annarri mikinn stuðning og hrósum óspart.Það besta við að vinna með systur sinni er það að vita að það er einhver á staðnum sem er alltaf með þér í liði sama hvað.“ Hófí segir systrasambandið veita þeim ákveðið forskot í samstarfinu. „Stundum finnst mér eins og við getum lesið hvor aðra án orða, eins og það sé einhver tenging á milli okkar.“
Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira