Lífið

Þakin líkamsmálningu á forsíðunni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Jennifer Lawrence prýðir forsíðu tímaritsins Empire þakin líkamsmálningu sem karakterinn Mystique úr kvikmyndunum X-Men.

Er forsíðan ein af 25 hjá Empire í nýjustu útgáfunni og verða forsíðurnar sannkallaðir safngripir.

Á öðrum forsíðum eru til dæmis Hugh Jackman sem Wolverine, Halle Berry sem Storm og Anna Paquin sem Rogue - öll úr X-Men-myndunum líka.

Í aukaefni með myndinni X-Men: First Class sagði Jennifer að það tæki sex konur sex til sjö tíma að mála líkama sinn fyrir hlutverkið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.