Lífið

Óþekkjanleg í framan

Katie Price hefur breyst í gegnum tíðina.
Katie Price hefur breyst í gegnum tíðina. myndir/ap nordic photos/getty
Breskir fjölmiðlar hafa ómældan áhuga á fyrirsætunni Katie Price en hún var mynduð versla í Lundúnarborg í vikunni með sex ára dóttur sinni og fimm mánaða gömlum syni.

Katie er ein af þeim sem ræðir opinskátt um bótoxið sem hún lætur sprauta í andlitið á sér.

Stúlkan sem er aðeins 35 ára gömul hefur meira að segja leyft fjölmiðlum í Bretlandi að fylgjast með aðgerðunum.

Eins og sjá má á myndunum fær nýbakaða móðirin ekki frið fyrir ljósmyndurum sem elta hana á röndum.

Breskir fjölmiðlar fá ekki nóg af Katie Price.
Þessi mynd birtist í bresku pressunni þar sem sérstaklega er skrifað um hvað andlit hennar hefur breyst síðan hún sást síðast á opinberum vettvangi.

Hér er stjarnan mynduð versla.
Hér er verið að sprauta Katie í hægri kinnina.
Hér er Katie með sex ára dóttur sína og fimm mánaða son sinn í fanginu.
Hér fyrir neðan má sjá myndskeið sem tekið var af Katie árið 2010 þegar hún fór í lýtaaðgerð:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.