Lífið

Lögreglan í New York grandskoðar rapptexta

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Meðlimir Dub City Gang í rappmyndbandi.
Meðlimir Dub City Gang í rappmyndbandi.
Lögreglumenn í New York eru nú farnir að fylgjast með rapptextum í leit af upplýsingum um glæpi í borginni. Í desember voru ellefu glæpamenn sakfelldir og var tónlistarmyndband sveitarinnar Dub Gang Money notað til þess að hjálpa til við lögreglurannsókn.

Fleiri rapparar hafa verið sakfelldir með hjálp tónlistarinnar. Rapparinn Na Boogz, sem heitir í raun Shaquille Holder, situr nú í fangelsi ásamt öðrum félögum sínum úr genginu WTG. Lögreglumenn lágu yfir tónlist hans í leit að vísbendingum þegar þeir rannsökuðu gengjastríð á milli WTG og Dub City genginu frá Bronx. Stríðið milli gengjanna var ekki eingöngu háð á götum New York, því gengin skiptust á því að skrifa lög um hvort annað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.