Innlent

Stýrihópur um jafnrétti í lögreglunni skipaður

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Tillögum starfshópsins skal skilað  til ríkislögreglustjóra í mars 2014.
Tillögum starfshópsins skal skilað til ríkislögreglustjóra í mars 2014. Vísir/Anton Brink
Ríkislögreglustjóri hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að vinna tillögur til ríkislögreglustjóra að samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða  í stefnumótun og ákvörðunum lögreglunnar.

Í starfshópnum eiga sæti Finnborg Salome Steinþórsdóttir, fulltrúi ríkislögreglustjóra sem jafnframt er formaður hópsins, Hildur Þuríður Rúnarsdóttir lögreglumaður, fulltrúi Landssambands lögreglumanna, Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri, fulltrúi lögreglustjórafélagsins, Vignir Elísson rannsóknarlögreglumaður, fulltrúi lögreglustjórans á Suðurnesjum og Árni Sigmundsson yfirlögregluþjónn, fulltrúi Lögregluskóla ríkisins. 

Tillögum starfshópsins skal skilað  til ríkislögreglustjóra í mars 2014.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×