Hagfræðingur segir "ofurverð“ á rjóma skila MS 800-900 milljónum á ári Þorgils Jónsson skrifar 15. janúar 2014 11:29 Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor segir að ætla megi að verð á rjóma hér á landi sé um tvöfalt til þrefalt hærra en eðlilegt geti talist. Vísir/samsett mynd Ætla má að verð á rjóma hér á landi sé tvöfalt til þrefalt hærra en eðlilegt getur talist og það „ofurverð“ hafi skilað MS um 800 til 900 milljónum króna á ári. Þetta segir Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Í greininni tekur Þórólfur fram að tvo til 2,5 lítra af rjóma þurfi til að búa til eitt kíló af smjöri. Miðað við að heildsöluverð á rjóma í lausu máli er 798 krónur á lítrann þurfi því að kosta til 1.600 til 2.000 krónum í rjóma til að framleiða eitt kíló af smjöri, að frátöldum öðrum, kostnaði, meðal annars vegna vinnu. Leiðir Þórólfur þannig rökum að því að kostnaðurinn við framleiðslu á smjöri sé á bilinu 2.000 til 2.500 krónur. Verðlagsnefnd búvara, sem ákvarðar heildsöluverð á búvörum, setur hins vegar heildsöluverð ópakkaðs smjörs 624 krónur á hvert kíló og þannig sé hvert kíló selt með 1.400 til 1.900 króna tapi. Segir hann að verðlagsnefnd búvara hafi augljóslega ekki gætt eðlileg samræmis sé milli verðs á rjóma annars vegar og smjörs hins vegar. „Verð rjóma virðist ofurverð!“ segir hann. Þórólfur segir að ætla megi að verð á rjóma sé því tvöfalt til þrefalt hærra en eðlilegt geti talist.„Verð rjóma er sannarlega ofurverð enda ætti heildsöluverð rjóma að vera um 250 til 300 krónur á lítra en ekki 624 krónur á lítra sé miðað við verðlagningu smjörs,“ segir hann og bætir við að þar sem leiða megi líkur að því að rjómaneysla á Íslandi sé um 2.500 tonn á ári hafi meint ofurverð á rjóma því aukið tekjur MS um 800 til 900 milljónir króna á ári. Þessar upplýsingar segir Þórólfur að varpi nýju og óvæntu ljósi á innflutning á írsku smjöri til að bregðast við skorti fyrir nýliðna jólavertíð.„Hefði MS þurft að nota 175 til 220 þúsund lítra af rjóma til að framleiða smjörið sem vantaði á markaðinn fyrir jólin hefði það kostað fyrirtækið 140 til 175 milljónir króna. Var að furða þó forstjóri MS teldi létt verk að hliðra til fyrir 50 milljóna króna tollareikningi fyrir írska smjörið þegar fréttastofa RÚV spurði hann út í málið? Vinningur MS af að flytja inn írska smjörið virðist hafa verið á bilinu 90 til 125 milljónir króna þegar tollagreiðslur hafa verið dregnar frá!“ Þórólfur segir íslenska neytendur nú eiga kröfu á að innflutningstollar af smjöri verði felldir niður, að verðlagsnefnd lækki verð á rjóma um 66%, að innlend vinnsla mjólkur verði gefin frjáls og að MS „skili til baka þeim tekjum sem hún hefur haft af ofurverðlagningu á rjóma á undangengnum 5–10 árum“. Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Ætla má að verð á rjóma hér á landi sé tvöfalt til þrefalt hærra en eðlilegt getur talist og það „ofurverð“ hafi skilað MS um 800 til 900 milljónum króna á ári. Þetta segir Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Í greininni tekur Þórólfur fram að tvo til 2,5 lítra af rjóma þurfi til að búa til eitt kíló af smjöri. Miðað við að heildsöluverð á rjóma í lausu máli er 798 krónur á lítrann þurfi því að kosta til 1.600 til 2.000 krónum í rjóma til að framleiða eitt kíló af smjöri, að frátöldum öðrum, kostnaði, meðal annars vegna vinnu. Leiðir Þórólfur þannig rökum að því að kostnaðurinn við framleiðslu á smjöri sé á bilinu 2.000 til 2.500 krónur. Verðlagsnefnd búvara, sem ákvarðar heildsöluverð á búvörum, setur hins vegar heildsöluverð ópakkaðs smjörs 624 krónur á hvert kíló og þannig sé hvert kíló selt með 1.400 til 1.900 króna tapi. Segir hann að verðlagsnefnd búvara hafi augljóslega ekki gætt eðlileg samræmis sé milli verðs á rjóma annars vegar og smjörs hins vegar. „Verð rjóma virðist ofurverð!“ segir hann. Þórólfur segir að ætla megi að verð á rjóma sé því tvöfalt til þrefalt hærra en eðlilegt geti talist.„Verð rjóma er sannarlega ofurverð enda ætti heildsöluverð rjóma að vera um 250 til 300 krónur á lítra en ekki 624 krónur á lítra sé miðað við verðlagningu smjörs,“ segir hann og bætir við að þar sem leiða megi líkur að því að rjómaneysla á Íslandi sé um 2.500 tonn á ári hafi meint ofurverð á rjóma því aukið tekjur MS um 800 til 900 milljónir króna á ári. Þessar upplýsingar segir Þórólfur að varpi nýju og óvæntu ljósi á innflutning á írsku smjöri til að bregðast við skorti fyrir nýliðna jólavertíð.„Hefði MS þurft að nota 175 til 220 þúsund lítra af rjóma til að framleiða smjörið sem vantaði á markaðinn fyrir jólin hefði það kostað fyrirtækið 140 til 175 milljónir króna. Var að furða þó forstjóri MS teldi létt verk að hliðra til fyrir 50 milljóna króna tollareikningi fyrir írska smjörið þegar fréttastofa RÚV spurði hann út í málið? Vinningur MS af að flytja inn írska smjörið virðist hafa verið á bilinu 90 til 125 milljónir króna þegar tollagreiðslur hafa verið dregnar frá!“ Þórólfur segir íslenska neytendur nú eiga kröfu á að innflutningstollar af smjöri verði felldir niður, að verðlagsnefnd lækki verð á rjóma um 66%, að innlend vinnsla mjólkur verði gefin frjáls og að MS „skili til baka þeim tekjum sem hún hefur haft af ofurverðlagningu á rjóma á undangengnum 5–10 árum“.
Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira