Lög þurfa endurskoðun og rammaáætlun í uppnámi Svavar Hávarðsson skrifar 15. janúar 2014 16:18 Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra bað fræðimenn afsökunar sem hafa tjáð sig um ákvörðun hans. Hann sagði það ekki hafa verið ásetning sinn að tala niður til nokkurs manns og lagði áherslu á að allir gætu tjáð sig um viðkvæm mál - óháð pólitík. Fréttablaðið/GVA Lögin sem rammaáætlun byggir á þurfa endurskoðunar við, enda leggja þau ekki þær skýru línur um orkunýtingu eða vernd landsvæða sem þeim var ætlað. Tillaga umhverfisráðherra um breytingu á friðlandsmörkum í Þjórsárverum er túlkuð sem stríðsyfirlýsing af Náttúruverndarsamtökum. Tillaga Sigurðar gengur gegn samþykkt Alþingis, er skoðun stjórnarandstöðuþingmanna. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fjallaði í gær um Norðlingaölduveitu og tillögu Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfisráðherra um breytingu á friðlandsmörkum Þjórsárvera sem gefur kost á að veitan rísi í farvegi Þjórsár. Rauði þráðurinn á fundinum var einfaldlega sá að upp er risin lagaleg óvissa - svo djúpstæð mátti skilja á fundarmönnum að ástæða sé til að lögin verði endurskoðuð ef mögulegt á að reynast að ná fram markmiði þeirra.Átti að vera skýrtKatrín Júlíusdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, sem bað um að kallað yrði til fundarins, spurði ráðherra einfaldlega, og bað hann um að koma hreint fram, hvort Norðlingaölduveita eigi að fá annað tækifæri. Hennar skilningur sé, þvert á móti, að svæðið allt hafi átt að njóta verndar og það hafi verið samþykkt af Alþingi fyrir réttu ári síðan. Vísaði hún þar til allrar efri Þjórsár frá Sultartangavirkjun upp að Þjórsárverum, og þar með fræg fossaröð sem spillist verði af framkvæmdum. „Það er alveg skýrt að hér er talað um landssvæði og spyr því hvernig hægt sé að taka málið upp á grundvelli nýrrar útgáfu af orkukosti,“ sagði Katrín. Sigurður sagðist einfaldlega vilja stækka friðlandið eins og hægt væri í samráði við sveitarfélögin og aðra.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði ljóst að tillaga verkefnastjórnarinnar hefði verið samþykkt af þinginu og hún væri skýr. Verndun var niðurstaðan vegna áhrifa á svæðið í heild, og þar með fossana í efri Þjórsá. Þróun mála sé ill skiljanleg í því ljósi. Eins að kapphlaup virðist bresta á eftir að störfum verkefnisstjórnar lyki og þangað til friðlýsing kæmi til á vernduðum svæðum, sem lögin greinir á um að sé næsta skref. Í þessu samhengi sagði Sigurður að kannski þyrfti að velta því fyrir sér hvort lagatextinn ætti að skilgreina tímamörk frá því að verkefnisstjórn lyki störfum þar til næsta slíka ferli hefst - eða að þeim kostum sem raðað er í vernd, eða þá nýtingarflokk, yrðu þar um einhvern tiltekinn tíma. „Mér finnst blasa við að þetta þarf að ræða,“ sagði Sigurður.Stærra samhengiRóbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, spurði hvort ekki þurfi að líta á allt hálendið sem eina heild við þessa vinnu, þar sem augljóslega væru einstök svæði nátengd til dæmis við virkjanaframkvæmdir í Þjórsá og víðar í nágrenninu. „Menn velti því fyrir sér í leiðinni hvert er verið að fara með miðhálendi Íslands,“ sagði Róbert.Birgitta Jónsdóttir, Pírati, sagði umræðuna í heild sinni á villigötum. Sagðist engu nær, þó spurningar um málið séu skýrar, á hvað er stefnt. Eins kynni það ekki góðri lukku að stýra að umhverfismálum væri sinnt í hálfgerðu hlutastarfi af ráðherra.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði umræðuna undarlega og snúast um lögfræðileg atriði. Hann spurði hvort ekki væri einhvers staðar í þessu landi pólitískur meirihluti og hvort hann gæti ekki komið hreint fram og sett fram vilja sinn í þessu máli - með afgerandi hætti „í stað þess þrátta við stjórnarandstöðuþingmenn, eða aðra, um það hvað lögin eru í raun að segja. Að það komi fram hvað á að virkja og hvað á að vernda. Ég myndi ekki nenna að standa í þessum hártogunum ef ég væri þú,“ sagði Brynjar. Þessu svaraði Sigurður á þann veg að hann hefði staðið í þeirri trú að það væri list lögfræðinnar að standa í hártogunum. Að öllu gamni slepptu taldi hann það betri leið að leiða saman ólík sjónarmið eins og gert hefur verið til að reyna að finna sáttaleiðir. „En það fá ekki allir sitt, og allir þurfa að gefa eftir. En svona er nú bara lýðræðið,“ sagði Sigurður.Stenst ekki lög Náttúruverndarsamtök, en fulltrúar fjögurra slíkra sóttu fundinn, telja að ákvörðun ráðherra standist hvorki lög né afmörkun svæða samkvæmt ákvörðun verkefnisstjórnar rammaáætlunar sem flokkaði Norðlingaölduveitu í verndarflokk áætlunarinnar. Skýrt kom fram á fundinum sú túlkun þeirra að tillaga ráðherra væri í raun stríðsyfirlýsing og setti rammaáætlun í fullkomið uppnám.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, sagði útilokað að taka hluta af svæðinu, sem klárlega átti að friðlýsa, út fyrir sviga með þeim hætti sem ráðherra gerir að tillögu sinni. „Ef það á að vera þannig ráðherra geti þegar honum eða henni hentar, eða þegar orkufyrirtækjunum hentar, lagt fram sífellt nýja orkukosti á þeim svæðum sem eru í verndarflokki, þá er meginmarkmið löggjafarinnar um langtímasjónarmið og heildstætt hagsmunamat í hættu. En það er markmið löggjafarinnar - langtímasýn sem mismunandi hagsmunaaðilar verða að geta treyst. Hverju er að treysta ef þessi verður raunin,“ sagði Guðmundur Ingi.Ekki séð gögninHörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði þvert á móti á fundinum að fyrirtækið starfaði samkvæmt lögunum og því í samræmi við rammaáætlun. Hann lagði áherslu á að Landsvirkjun hefur aðeins lagt fram nýjan orkukost á svæðinu sem ætti eftir að fá umfjöllun í verkefnastjórn, eins og aðrir. Allt of snemmt væri að tala um leyfi til framkvæmda.Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, taldi ljóst að menn túlka lögin á mismunandi hátt - hvernig beri að líta á svæðið frá Sultartanga og að friðlandinu í Þjórsárverum. „Ég held að lögum hafi ekki verið ætlað að leggja það svæði til jafns við það sem á hugsanlega að friðlýsa. Þetta er túlkunaratriði og mismunandi aðilar greinir þarna á.“ Hins vegar sagði hann ljóst að það ætti að fara eftir náttúruverndarlögum þegar að friðlýsingum kemur, og skýrt væri kveðið á um hvernig að slíku skal staðið. Í máli Óla Grétars kom fram að Landsvirkjun hefur ekki enn fengið að sjá friðlandsmörkin eins og þau eru hugsuð frá hendi ráðuneytisins. „Við höfum séð friðlandsmörkin í fjölmiðlum, eins og aðrir. Það liggur fyrir að við sendum inn erindi til ráðuneytisins þar sem við lögðum fram vissar tillögur að friðlandsmörkum og skilmálum. Miðað við það sem við höfum séð í fjölmiðlum virðist umhverfisráðherra hafa gengið lengra en við lögðum til. Það eina sem liggur fyrir er að umhverfisstofnun sendi bréf til tveggja sveitarfélaga sem á einhvern hátt lak í fjölmiðla,“ sagði Óli og bætti við að þar sem Landsvirkjun hefur ekki séð friðlandsmörkin hefur fyrirtækið ekki enn getað lagt fram nýja tillögu að Norðlingaölduveitu.Málið komið of langt Margir stigu fram á fundinum og ítrekuðu hvað það þýddi ef virkjunarkosturinn, eða veitan, sem á að fóstra fjórar virkjanir sem fyrir eru á svæðinu verður að veruleika. Landsvirkjun benti á að um hagfelldasta kost fyrirtækisins væri um að ræða en aðrir héldu á lofti því sem myndi tapast - og þá í leiðinni annarri atvinnuuppbyggingu þar sem gróskan er núna mest, eða í ferðaþjónustu. Eins minnti fyrrverandi formaður verkefnastjórnarinnar, Sveinbjörn Björnsson, prófessor og fyrrum háskólarektor, að vissulega væri kosturinn hagkvæmur en ekkert sérstaklega gjöfull - gæfi kannski 80 megavött þegar upp væri staðið. Spannst því umræða um hvort verið væri að fórna miklu fyrir lítinn ávinning.Stefán Gíslason, formaður núverandi verkefnastjórnar, sagði menn komna fram úr sér. Málið snúist um það að svæðið sé í verndarflokki og það eigi að friða fyrir orkunýtingu. Skiptar skoðanir séu um hvar friðlýsingarmörkin eiga að liggja, en ef þau séu þannig að hægt sé að stilla upp nýjum virkjunarkosti þá kemur hann einfaldlega til umfjöllunar hjá verkefnastjórninni sem nú starfar. „Þar verður aftur tekið á því, og rætt, hvaða áhrif hann hefur á náttúru, fornminjar og annað sem á að skoða. Svo verður tekin ákvörðun hvort hann eigi að fara í vernd. Núna snýst málið ekki um að rökræða um áhrifin á náttúruna heldur hvar liggja mörk þess svæðis sem á að friða fyrir orkunýtingu. Það er aðalatriðið,“ sagði Stefán. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Lögin sem rammaáætlun byggir á þurfa endurskoðunar við, enda leggja þau ekki þær skýru línur um orkunýtingu eða vernd landsvæða sem þeim var ætlað. Tillaga umhverfisráðherra um breytingu á friðlandsmörkum í Þjórsárverum er túlkuð sem stríðsyfirlýsing af Náttúruverndarsamtökum. Tillaga Sigurðar gengur gegn samþykkt Alþingis, er skoðun stjórnarandstöðuþingmanna. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fjallaði í gær um Norðlingaölduveitu og tillögu Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfisráðherra um breytingu á friðlandsmörkum Þjórsárvera sem gefur kost á að veitan rísi í farvegi Þjórsár. Rauði þráðurinn á fundinum var einfaldlega sá að upp er risin lagaleg óvissa - svo djúpstæð mátti skilja á fundarmönnum að ástæða sé til að lögin verði endurskoðuð ef mögulegt á að reynast að ná fram markmiði þeirra.Átti að vera skýrtKatrín Júlíusdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, sem bað um að kallað yrði til fundarins, spurði ráðherra einfaldlega, og bað hann um að koma hreint fram, hvort Norðlingaölduveita eigi að fá annað tækifæri. Hennar skilningur sé, þvert á móti, að svæðið allt hafi átt að njóta verndar og það hafi verið samþykkt af Alþingi fyrir réttu ári síðan. Vísaði hún þar til allrar efri Þjórsár frá Sultartangavirkjun upp að Þjórsárverum, og þar með fræg fossaröð sem spillist verði af framkvæmdum. „Það er alveg skýrt að hér er talað um landssvæði og spyr því hvernig hægt sé að taka málið upp á grundvelli nýrrar útgáfu af orkukosti,“ sagði Katrín. Sigurður sagðist einfaldlega vilja stækka friðlandið eins og hægt væri í samráði við sveitarfélögin og aðra.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði ljóst að tillaga verkefnastjórnarinnar hefði verið samþykkt af þinginu og hún væri skýr. Verndun var niðurstaðan vegna áhrifa á svæðið í heild, og þar með fossana í efri Þjórsá. Þróun mála sé ill skiljanleg í því ljósi. Eins að kapphlaup virðist bresta á eftir að störfum verkefnisstjórnar lyki og þangað til friðlýsing kæmi til á vernduðum svæðum, sem lögin greinir á um að sé næsta skref. Í þessu samhengi sagði Sigurður að kannski þyrfti að velta því fyrir sér hvort lagatextinn ætti að skilgreina tímamörk frá því að verkefnisstjórn lyki störfum þar til næsta slíka ferli hefst - eða að þeim kostum sem raðað er í vernd, eða þá nýtingarflokk, yrðu þar um einhvern tiltekinn tíma. „Mér finnst blasa við að þetta þarf að ræða,“ sagði Sigurður.Stærra samhengiRóbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, spurði hvort ekki þurfi að líta á allt hálendið sem eina heild við þessa vinnu, þar sem augljóslega væru einstök svæði nátengd til dæmis við virkjanaframkvæmdir í Þjórsá og víðar í nágrenninu. „Menn velti því fyrir sér í leiðinni hvert er verið að fara með miðhálendi Íslands,“ sagði Róbert.Birgitta Jónsdóttir, Pírati, sagði umræðuna í heild sinni á villigötum. Sagðist engu nær, þó spurningar um málið séu skýrar, á hvað er stefnt. Eins kynni það ekki góðri lukku að stýra að umhverfismálum væri sinnt í hálfgerðu hlutastarfi af ráðherra.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði umræðuna undarlega og snúast um lögfræðileg atriði. Hann spurði hvort ekki væri einhvers staðar í þessu landi pólitískur meirihluti og hvort hann gæti ekki komið hreint fram og sett fram vilja sinn í þessu máli - með afgerandi hætti „í stað þess þrátta við stjórnarandstöðuþingmenn, eða aðra, um það hvað lögin eru í raun að segja. Að það komi fram hvað á að virkja og hvað á að vernda. Ég myndi ekki nenna að standa í þessum hártogunum ef ég væri þú,“ sagði Brynjar. Þessu svaraði Sigurður á þann veg að hann hefði staðið í þeirri trú að það væri list lögfræðinnar að standa í hártogunum. Að öllu gamni slepptu taldi hann það betri leið að leiða saman ólík sjónarmið eins og gert hefur verið til að reyna að finna sáttaleiðir. „En það fá ekki allir sitt, og allir þurfa að gefa eftir. En svona er nú bara lýðræðið,“ sagði Sigurður.Stenst ekki lög Náttúruverndarsamtök, en fulltrúar fjögurra slíkra sóttu fundinn, telja að ákvörðun ráðherra standist hvorki lög né afmörkun svæða samkvæmt ákvörðun verkefnisstjórnar rammaáætlunar sem flokkaði Norðlingaölduveitu í verndarflokk áætlunarinnar. Skýrt kom fram á fundinum sú túlkun þeirra að tillaga ráðherra væri í raun stríðsyfirlýsing og setti rammaáætlun í fullkomið uppnám.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, sagði útilokað að taka hluta af svæðinu, sem klárlega átti að friðlýsa, út fyrir sviga með þeim hætti sem ráðherra gerir að tillögu sinni. „Ef það á að vera þannig ráðherra geti þegar honum eða henni hentar, eða þegar orkufyrirtækjunum hentar, lagt fram sífellt nýja orkukosti á þeim svæðum sem eru í verndarflokki, þá er meginmarkmið löggjafarinnar um langtímasjónarmið og heildstætt hagsmunamat í hættu. En það er markmið löggjafarinnar - langtímasýn sem mismunandi hagsmunaaðilar verða að geta treyst. Hverju er að treysta ef þessi verður raunin,“ sagði Guðmundur Ingi.Ekki séð gögninHörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði þvert á móti á fundinum að fyrirtækið starfaði samkvæmt lögunum og því í samræmi við rammaáætlun. Hann lagði áherslu á að Landsvirkjun hefur aðeins lagt fram nýjan orkukost á svæðinu sem ætti eftir að fá umfjöllun í verkefnastjórn, eins og aðrir. Allt of snemmt væri að tala um leyfi til framkvæmda.Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, taldi ljóst að menn túlka lögin á mismunandi hátt - hvernig beri að líta á svæðið frá Sultartanga og að friðlandinu í Þjórsárverum. „Ég held að lögum hafi ekki verið ætlað að leggja það svæði til jafns við það sem á hugsanlega að friðlýsa. Þetta er túlkunaratriði og mismunandi aðilar greinir þarna á.“ Hins vegar sagði hann ljóst að það ætti að fara eftir náttúruverndarlögum þegar að friðlýsingum kemur, og skýrt væri kveðið á um hvernig að slíku skal staðið. Í máli Óla Grétars kom fram að Landsvirkjun hefur ekki enn fengið að sjá friðlandsmörkin eins og þau eru hugsuð frá hendi ráðuneytisins. „Við höfum séð friðlandsmörkin í fjölmiðlum, eins og aðrir. Það liggur fyrir að við sendum inn erindi til ráðuneytisins þar sem við lögðum fram vissar tillögur að friðlandsmörkum og skilmálum. Miðað við það sem við höfum séð í fjölmiðlum virðist umhverfisráðherra hafa gengið lengra en við lögðum til. Það eina sem liggur fyrir er að umhverfisstofnun sendi bréf til tveggja sveitarfélaga sem á einhvern hátt lak í fjölmiðla,“ sagði Óli og bætti við að þar sem Landsvirkjun hefur ekki séð friðlandsmörkin hefur fyrirtækið ekki enn getað lagt fram nýja tillögu að Norðlingaölduveitu.Málið komið of langt Margir stigu fram á fundinum og ítrekuðu hvað það þýddi ef virkjunarkosturinn, eða veitan, sem á að fóstra fjórar virkjanir sem fyrir eru á svæðinu verður að veruleika. Landsvirkjun benti á að um hagfelldasta kost fyrirtækisins væri um að ræða en aðrir héldu á lofti því sem myndi tapast - og þá í leiðinni annarri atvinnuuppbyggingu þar sem gróskan er núna mest, eða í ferðaþjónustu. Eins minnti fyrrverandi formaður verkefnastjórnarinnar, Sveinbjörn Björnsson, prófessor og fyrrum háskólarektor, að vissulega væri kosturinn hagkvæmur en ekkert sérstaklega gjöfull - gæfi kannski 80 megavött þegar upp væri staðið. Spannst því umræða um hvort verið væri að fórna miklu fyrir lítinn ávinning.Stefán Gíslason, formaður núverandi verkefnastjórnar, sagði menn komna fram úr sér. Málið snúist um það að svæðið sé í verndarflokki og það eigi að friða fyrir orkunýtingu. Skiptar skoðanir séu um hvar friðlýsingarmörkin eiga að liggja, en ef þau séu þannig að hægt sé að stilla upp nýjum virkjunarkosti þá kemur hann einfaldlega til umfjöllunar hjá verkefnastjórninni sem nú starfar. „Þar verður aftur tekið á því, og rætt, hvaða áhrif hann hefur á náttúru, fornminjar og annað sem á að skoða. Svo verður tekin ákvörðun hvort hann eigi að fara í vernd. Núna snýst málið ekki um að rökræða um áhrifin á náttúruna heldur hvar liggja mörk þess svæðis sem á að friða fyrir orkunýtingu. Það er aðalatriðið,“ sagði Stefán.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira