Aníta: Passaði mig á því að byrja ekki of hratt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2014 15:38 Aníta Hinriksdóttir. Vísir/Valli „Ég var búin að stefna á þetta met en ég átti ekki alveg von á svona góðum tíma strax. Ég er mjög kát með þetta," sagði Aníta Hinriksdóttir í viðtali við Hauk Harðarson í útsendingu RÚV frá frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. Aníta veitt sjónvarpsviðtal í beinni útsendingu sem er nú ekki daglegt brauð hjá þessari hógværu og hlédrægu stúlku. Aníta vann frábæran sigur í 800 metra hlaupi en hin írska og hin þýska áttu ekki möguleika í íslensku hlaupastjörnuna sem setti bæði Íslandsmet fullorðinna og Evrópumet unglinga í hlaupinu. „Ég ætlaði fyrst og fremst að passa mig á því að byrja ekki of hratt eins og ég hef tilhneigingu til að gera. Það gekk allt eftir og þetta var rosalega jafnt hlaup sem þýddi að ég átti nóg eftir í endann," sagði Aníta um hlaupið í dag. „Það er erfitt að stilla sig af og þá sérstaklega þegar maður er svona stressaður. Ég reyndi bara að vera yfirveguð og spara kraftana þar til í endann," sagði Aníta. „Þetta er ákveðinn áfangi á leiðinni. Ég stefni mest á þessu innanhússtímabili núna á mót í New York í febrúar þar sem ég mæti mjög sterkum stelpum í sama aldursflokki og svo HM innanhúss sem verður í Póllandi," segir Aníta. Mótið í New York er auglýst sem einvígi þriggja af bestu ungu millivegahlaupakvenna heimsins. „Þær eru báðar mjög sterkar og eiga báðar betri tíma en ég. Ég hlakka til að mæta þeim. Ég held að ég eigi alveg erindi í þetta hlaup. Ég æfi mikið innanhúss á Íslandi útaf veðrinu og svona. Ég er því skóluð í þessu innanhússhlaupum," segir Aníta en nú þegar Evrópumetið er fallið er heimsmetið nokkuð í hættu? „Ég veit ekki með það en ég stefni á það að gera enn betur," sagði Aníta að lokum í þessu sjónvarpsviðtali við Hauk Harðarson.Vísir/Valli Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta setti einnig Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottning úr ÍR, setti ekki bara Íslandsmet innanhúss þegar hún vann 800 metra hlaup í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. 19. janúar 2014 14:30 Gunnar Páll: Gæti ekki verið stoltari "Maður gæti einfaldlega ekki verið stoltari, þetta gekk upp alveg eftir bókinni,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttir kampakátur eftir hlaupið. 19. janúar 2014 15:02 Aníta setti glæsilegt Íslandsmet og vann örugglega Íslenska hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet þegar hún tryggði sér glæsilegan sigur í 800 metra hlaupi í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. 19. janúar 2014 14:20 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
„Ég var búin að stefna á þetta met en ég átti ekki alveg von á svona góðum tíma strax. Ég er mjög kát með þetta," sagði Aníta Hinriksdóttir í viðtali við Hauk Harðarson í útsendingu RÚV frá frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. Aníta veitt sjónvarpsviðtal í beinni útsendingu sem er nú ekki daglegt brauð hjá þessari hógværu og hlédrægu stúlku. Aníta vann frábæran sigur í 800 metra hlaupi en hin írska og hin þýska áttu ekki möguleika í íslensku hlaupastjörnuna sem setti bæði Íslandsmet fullorðinna og Evrópumet unglinga í hlaupinu. „Ég ætlaði fyrst og fremst að passa mig á því að byrja ekki of hratt eins og ég hef tilhneigingu til að gera. Það gekk allt eftir og þetta var rosalega jafnt hlaup sem þýddi að ég átti nóg eftir í endann," sagði Aníta um hlaupið í dag. „Það er erfitt að stilla sig af og þá sérstaklega þegar maður er svona stressaður. Ég reyndi bara að vera yfirveguð og spara kraftana þar til í endann," sagði Aníta. „Þetta er ákveðinn áfangi á leiðinni. Ég stefni mest á þessu innanhússtímabili núna á mót í New York í febrúar þar sem ég mæti mjög sterkum stelpum í sama aldursflokki og svo HM innanhúss sem verður í Póllandi," segir Aníta. Mótið í New York er auglýst sem einvígi þriggja af bestu ungu millivegahlaupakvenna heimsins. „Þær eru báðar mjög sterkar og eiga báðar betri tíma en ég. Ég hlakka til að mæta þeim. Ég held að ég eigi alveg erindi í þetta hlaup. Ég æfi mikið innanhúss á Íslandi útaf veðrinu og svona. Ég er því skóluð í þessu innanhússhlaupum," segir Aníta en nú þegar Evrópumetið er fallið er heimsmetið nokkuð í hættu? „Ég veit ekki með það en ég stefni á það að gera enn betur," sagði Aníta að lokum í þessu sjónvarpsviðtali við Hauk Harðarson.Vísir/Valli
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta setti einnig Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottning úr ÍR, setti ekki bara Íslandsmet innanhúss þegar hún vann 800 metra hlaup í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. 19. janúar 2014 14:30 Gunnar Páll: Gæti ekki verið stoltari "Maður gæti einfaldlega ekki verið stoltari, þetta gekk upp alveg eftir bókinni,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttir kampakátur eftir hlaupið. 19. janúar 2014 15:02 Aníta setti glæsilegt Íslandsmet og vann örugglega Íslenska hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet þegar hún tryggði sér glæsilegan sigur í 800 metra hlaupi í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. 19. janúar 2014 14:20 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Aníta setti einnig Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottning úr ÍR, setti ekki bara Íslandsmet innanhúss þegar hún vann 800 metra hlaup í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. 19. janúar 2014 14:30
Gunnar Páll: Gæti ekki verið stoltari "Maður gæti einfaldlega ekki verið stoltari, þetta gekk upp alveg eftir bókinni,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttir kampakátur eftir hlaupið. 19. janúar 2014 15:02
Aníta setti glæsilegt Íslandsmet og vann örugglega Íslenska hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet þegar hún tryggði sér glæsilegan sigur í 800 metra hlaupi í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. 19. janúar 2014 14:20