Lífið

"Ég elskaði bróður minn mjög mikið“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tónlistarmaðurinn Phil Everly, annar hluti tónlistardúettsins Everly Brothers, lést á föstudag, 74 ára að aldri. Bróðir hans Don, 76 ára, minnist bróður síns í fréttatilkynningu.

„Ég elskaði bróður minn mjög mikið. Ég hélt alltaf að ég myndi deyja fyrst. Ég var að hlusta á eitt af mínum uppáhaldslögum sem Phil samdi þegar ég fékk fregnirnar að hann væri látinn. Ég tók því sem sérstökum, yfirnáttúrulegum skilaboðum frá Phil og að þannig hafi hann verið að segja bless."

Phil og Don urðu mjög vinsælir í kringum 1950 en dúettinn hætti árið 1973 vegna ósættis. Þeir komu saman aftur tíu árum seinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.