Lífið

Hugh Jackman með "möllett“

Hugh Jackman
Hugh Jackman AFP/NordicPhotos
Leikarinn Hugh Jackman er staddur í Suður Afríku um þessar mundir við tökur á kvikmyndinni Chappie, í leikstjórn Neill Blomkamp.

Jackman, sem er 45 ára gamall, deildi á samfélagsmiðlinum Instagram mynd af hárgreiðslu persónunnar sem hann leikur, og sá hefur skott eða „möllett.“

„Þetta er æðislegt handrit - ótrúlega áhugavert,“ sagði Jackman í viðtali í Suður Afríku á dögunum um Chappie, sem hefur verið lýst sem vísindaskáldsögu með svörtum húmor.

Blomkamp hefur áður leikstýrt myndum á borð við District 9 og Elysium.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.