Karlar – takið þátt! Eygló Harðardóttir skrifar 8. mars 2014 07:00 Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna sendi ég baráttufólki um land allt bestu kveðjur. Dagurinn á sér sögu allt frá árinu 1910 þegar þýska baráttukonan Clara Zetkin bar upp hugmyndina um sérstakan dag tileinkaðan baráttunni fyrir réttindum kvenna. Upp úr 1970 tóku Sameinuðu þjóðirnar hann upp á arma sína og dagurinn fékk alþjóðlega viðurkenningu og vægi sem alþjóðlegur kvennadagur. Við göngum að kjörborðinu eftir nokkrar vikur og enn berast þær fréttir að færri konur en karlar skipa forystusæti á framboðslistum og að fleiri konur ætli að hætta í sveitarstjórnum en karlar. Þessi sameiginlegi kynjavandi var til umræðu á ráðstefnu sem ég sat fyrir rúmri viku en því miður voru þar engir karlar mættir. Ég saknaði þeirra – og mér er ofarlega í huga hvernig við getum virkjað karlmenn betur í jafnréttisbaráttunni, körlum, konum og samfélaginu til hagsbóta. Barátta kvenna fyrir jafnrétti kemur körlum nefnilega ekki síður við en konum, enda snýst hún um stöðu fjölskyldnanna, aðstæður til að stunda atvinnu, verkaskiptingu á heimilum, uppeldi barnanna okkar, atvinnu, heimilin, kynjahlutverk og staðalmyndir. Sú staðreynd að enn hallar á konur hvað varðar völd, áhrifastöður og laun, hefur einnig neikvæð áhrif á stöðu karla. Fullu jafnrétti kynjanna verður aðeins náð með aðgerðum sem eru jákvæðar fyrir bæði kynin. Nærtækt dæmi um slíkt er áhrif fæðingarorlofslaganna. Mikill meirihluti nýbakaðra feðra tekur nú fæðingarorlof og nýlegar rannsóknir sýna að hlutdeild feðra í umönnun ungra barna hefur aukist verulega frá því að lögin tóku gildi. Þannig höfðu lögin mikil áhrif til að fá karla og konur til að átta sig betur á hve gjöfult og mikilvægt föðurhlutverkið er, hve brýnt það er að foreldrar séu góðar fyrirmyndir fyrir börn sín og virði hvort annað sem jafningjar. Á undanförnum áratugum hafa íslenskar konur verið í mikilli menntasókn. Þær eru nú tvær af hverjum þremur nemendum í háskólum landsins. Hvar eru karlarnir? Af hverju höfðar langskólamenntun ekki til þeirra í sama mæli og kvenna? Þekkingarsamfélagið sem byggist á góðri menntun sem flestra er það sem framtíðin ber í skauti. Ef karlar mennta sig ekki fer mikill mannauður í súginn, alveg eins og þegar konur fengu ekki að mennta sig. Við höfum ekki efni á því. Of mörgum drengjum gengur illa í skóla og við því þarf að bregðast. Karlar og konur eiga að geta valið það nám og starf sem hugur þeirra stendur til, óháð kyni. Við verðum líka að taka höndum saman gegn ofbeldismenningu sem bitnar bæði á konum og körlum þótt með mismunandi hætti sé. Á þessu ári fer Ísland með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Það stendur mikið til í jafnréttismálunum enda er samstarf Norðurlandanna á því sviði 40 ára. Mörg mál verða tekin á dagskrá sem snúa að rannsóknum og aðgerðum sem hafa að markmiði að jafna stöðu karla og kvenna á öllum sviðum samfélagsins. Það er margt að ræða á þessum alþjóðlega baráttudegi kvenna, allt frá uppeldinu til elliáranna. Það er líka mikilvægt að hugsa til þeirra kvenna víða um heim sem enn berjast fyrir rétti sínum til að tjá sig, ferðast óáreittar utandyra, fá að stunda nám, vinna fyrir sér og lifa án ofbeldis og átaka. Við sýnum þeim best stuðning í verki með því að vera til fyrirmyndar og sýna að það er hægt að breyta heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna sendi ég baráttufólki um land allt bestu kveðjur. Dagurinn á sér sögu allt frá árinu 1910 þegar þýska baráttukonan Clara Zetkin bar upp hugmyndina um sérstakan dag tileinkaðan baráttunni fyrir réttindum kvenna. Upp úr 1970 tóku Sameinuðu þjóðirnar hann upp á arma sína og dagurinn fékk alþjóðlega viðurkenningu og vægi sem alþjóðlegur kvennadagur. Við göngum að kjörborðinu eftir nokkrar vikur og enn berast þær fréttir að færri konur en karlar skipa forystusæti á framboðslistum og að fleiri konur ætli að hætta í sveitarstjórnum en karlar. Þessi sameiginlegi kynjavandi var til umræðu á ráðstefnu sem ég sat fyrir rúmri viku en því miður voru þar engir karlar mættir. Ég saknaði þeirra – og mér er ofarlega í huga hvernig við getum virkjað karlmenn betur í jafnréttisbaráttunni, körlum, konum og samfélaginu til hagsbóta. Barátta kvenna fyrir jafnrétti kemur körlum nefnilega ekki síður við en konum, enda snýst hún um stöðu fjölskyldnanna, aðstæður til að stunda atvinnu, verkaskiptingu á heimilum, uppeldi barnanna okkar, atvinnu, heimilin, kynjahlutverk og staðalmyndir. Sú staðreynd að enn hallar á konur hvað varðar völd, áhrifastöður og laun, hefur einnig neikvæð áhrif á stöðu karla. Fullu jafnrétti kynjanna verður aðeins náð með aðgerðum sem eru jákvæðar fyrir bæði kynin. Nærtækt dæmi um slíkt er áhrif fæðingarorlofslaganna. Mikill meirihluti nýbakaðra feðra tekur nú fæðingarorlof og nýlegar rannsóknir sýna að hlutdeild feðra í umönnun ungra barna hefur aukist verulega frá því að lögin tóku gildi. Þannig höfðu lögin mikil áhrif til að fá karla og konur til að átta sig betur á hve gjöfult og mikilvægt föðurhlutverkið er, hve brýnt það er að foreldrar séu góðar fyrirmyndir fyrir börn sín og virði hvort annað sem jafningjar. Á undanförnum áratugum hafa íslenskar konur verið í mikilli menntasókn. Þær eru nú tvær af hverjum þremur nemendum í háskólum landsins. Hvar eru karlarnir? Af hverju höfðar langskólamenntun ekki til þeirra í sama mæli og kvenna? Þekkingarsamfélagið sem byggist á góðri menntun sem flestra er það sem framtíðin ber í skauti. Ef karlar mennta sig ekki fer mikill mannauður í súginn, alveg eins og þegar konur fengu ekki að mennta sig. Við höfum ekki efni á því. Of mörgum drengjum gengur illa í skóla og við því þarf að bregðast. Karlar og konur eiga að geta valið það nám og starf sem hugur þeirra stendur til, óháð kyni. Við verðum líka að taka höndum saman gegn ofbeldismenningu sem bitnar bæði á konum og körlum þótt með mismunandi hætti sé. Á þessu ári fer Ísland með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Það stendur mikið til í jafnréttismálunum enda er samstarf Norðurlandanna á því sviði 40 ára. Mörg mál verða tekin á dagskrá sem snúa að rannsóknum og aðgerðum sem hafa að markmiði að jafna stöðu karla og kvenna á öllum sviðum samfélagsins. Það er margt að ræða á þessum alþjóðlega baráttudegi kvenna, allt frá uppeldinu til elliáranna. Það er líka mikilvægt að hugsa til þeirra kvenna víða um heim sem enn berjast fyrir rétti sínum til að tjá sig, ferðast óáreittar utandyra, fá að stunda nám, vinna fyrir sér og lifa án ofbeldis og átaka. Við sýnum þeim best stuðning í verki með því að vera til fyrirmyndar og sýna að það er hægt að breyta heiminum.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun