Karlar – takið þátt! Eygló Harðardóttir skrifar 8. mars 2014 07:00 Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna sendi ég baráttufólki um land allt bestu kveðjur. Dagurinn á sér sögu allt frá árinu 1910 þegar þýska baráttukonan Clara Zetkin bar upp hugmyndina um sérstakan dag tileinkaðan baráttunni fyrir réttindum kvenna. Upp úr 1970 tóku Sameinuðu þjóðirnar hann upp á arma sína og dagurinn fékk alþjóðlega viðurkenningu og vægi sem alþjóðlegur kvennadagur. Við göngum að kjörborðinu eftir nokkrar vikur og enn berast þær fréttir að færri konur en karlar skipa forystusæti á framboðslistum og að fleiri konur ætli að hætta í sveitarstjórnum en karlar. Þessi sameiginlegi kynjavandi var til umræðu á ráðstefnu sem ég sat fyrir rúmri viku en því miður voru þar engir karlar mættir. Ég saknaði þeirra – og mér er ofarlega í huga hvernig við getum virkjað karlmenn betur í jafnréttisbaráttunni, körlum, konum og samfélaginu til hagsbóta. Barátta kvenna fyrir jafnrétti kemur körlum nefnilega ekki síður við en konum, enda snýst hún um stöðu fjölskyldnanna, aðstæður til að stunda atvinnu, verkaskiptingu á heimilum, uppeldi barnanna okkar, atvinnu, heimilin, kynjahlutverk og staðalmyndir. Sú staðreynd að enn hallar á konur hvað varðar völd, áhrifastöður og laun, hefur einnig neikvæð áhrif á stöðu karla. Fullu jafnrétti kynjanna verður aðeins náð með aðgerðum sem eru jákvæðar fyrir bæði kynin. Nærtækt dæmi um slíkt er áhrif fæðingarorlofslaganna. Mikill meirihluti nýbakaðra feðra tekur nú fæðingarorlof og nýlegar rannsóknir sýna að hlutdeild feðra í umönnun ungra barna hefur aukist verulega frá því að lögin tóku gildi. Þannig höfðu lögin mikil áhrif til að fá karla og konur til að átta sig betur á hve gjöfult og mikilvægt föðurhlutverkið er, hve brýnt það er að foreldrar séu góðar fyrirmyndir fyrir börn sín og virði hvort annað sem jafningjar. Á undanförnum áratugum hafa íslenskar konur verið í mikilli menntasókn. Þær eru nú tvær af hverjum þremur nemendum í háskólum landsins. Hvar eru karlarnir? Af hverju höfðar langskólamenntun ekki til þeirra í sama mæli og kvenna? Þekkingarsamfélagið sem byggist á góðri menntun sem flestra er það sem framtíðin ber í skauti. Ef karlar mennta sig ekki fer mikill mannauður í súginn, alveg eins og þegar konur fengu ekki að mennta sig. Við höfum ekki efni á því. Of mörgum drengjum gengur illa í skóla og við því þarf að bregðast. Karlar og konur eiga að geta valið það nám og starf sem hugur þeirra stendur til, óháð kyni. Við verðum líka að taka höndum saman gegn ofbeldismenningu sem bitnar bæði á konum og körlum þótt með mismunandi hætti sé. Á þessu ári fer Ísland með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Það stendur mikið til í jafnréttismálunum enda er samstarf Norðurlandanna á því sviði 40 ára. Mörg mál verða tekin á dagskrá sem snúa að rannsóknum og aðgerðum sem hafa að markmiði að jafna stöðu karla og kvenna á öllum sviðum samfélagsins. Það er margt að ræða á þessum alþjóðlega baráttudegi kvenna, allt frá uppeldinu til elliáranna. Það er líka mikilvægt að hugsa til þeirra kvenna víða um heim sem enn berjast fyrir rétti sínum til að tjá sig, ferðast óáreittar utandyra, fá að stunda nám, vinna fyrir sér og lifa án ofbeldis og átaka. Við sýnum þeim best stuðning í verki með því að vera til fyrirmyndar og sýna að það er hægt að breyta heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna sendi ég baráttufólki um land allt bestu kveðjur. Dagurinn á sér sögu allt frá árinu 1910 þegar þýska baráttukonan Clara Zetkin bar upp hugmyndina um sérstakan dag tileinkaðan baráttunni fyrir réttindum kvenna. Upp úr 1970 tóku Sameinuðu þjóðirnar hann upp á arma sína og dagurinn fékk alþjóðlega viðurkenningu og vægi sem alþjóðlegur kvennadagur. Við göngum að kjörborðinu eftir nokkrar vikur og enn berast þær fréttir að færri konur en karlar skipa forystusæti á framboðslistum og að fleiri konur ætli að hætta í sveitarstjórnum en karlar. Þessi sameiginlegi kynjavandi var til umræðu á ráðstefnu sem ég sat fyrir rúmri viku en því miður voru þar engir karlar mættir. Ég saknaði þeirra – og mér er ofarlega í huga hvernig við getum virkjað karlmenn betur í jafnréttisbaráttunni, körlum, konum og samfélaginu til hagsbóta. Barátta kvenna fyrir jafnrétti kemur körlum nefnilega ekki síður við en konum, enda snýst hún um stöðu fjölskyldnanna, aðstæður til að stunda atvinnu, verkaskiptingu á heimilum, uppeldi barnanna okkar, atvinnu, heimilin, kynjahlutverk og staðalmyndir. Sú staðreynd að enn hallar á konur hvað varðar völd, áhrifastöður og laun, hefur einnig neikvæð áhrif á stöðu karla. Fullu jafnrétti kynjanna verður aðeins náð með aðgerðum sem eru jákvæðar fyrir bæði kynin. Nærtækt dæmi um slíkt er áhrif fæðingarorlofslaganna. Mikill meirihluti nýbakaðra feðra tekur nú fæðingarorlof og nýlegar rannsóknir sýna að hlutdeild feðra í umönnun ungra barna hefur aukist verulega frá því að lögin tóku gildi. Þannig höfðu lögin mikil áhrif til að fá karla og konur til að átta sig betur á hve gjöfult og mikilvægt föðurhlutverkið er, hve brýnt það er að foreldrar séu góðar fyrirmyndir fyrir börn sín og virði hvort annað sem jafningjar. Á undanförnum áratugum hafa íslenskar konur verið í mikilli menntasókn. Þær eru nú tvær af hverjum þremur nemendum í háskólum landsins. Hvar eru karlarnir? Af hverju höfðar langskólamenntun ekki til þeirra í sama mæli og kvenna? Þekkingarsamfélagið sem byggist á góðri menntun sem flestra er það sem framtíðin ber í skauti. Ef karlar mennta sig ekki fer mikill mannauður í súginn, alveg eins og þegar konur fengu ekki að mennta sig. Við höfum ekki efni á því. Of mörgum drengjum gengur illa í skóla og við því þarf að bregðast. Karlar og konur eiga að geta valið það nám og starf sem hugur þeirra stendur til, óháð kyni. Við verðum líka að taka höndum saman gegn ofbeldismenningu sem bitnar bæði á konum og körlum þótt með mismunandi hætti sé. Á þessu ári fer Ísland með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Það stendur mikið til í jafnréttismálunum enda er samstarf Norðurlandanna á því sviði 40 ára. Mörg mál verða tekin á dagskrá sem snúa að rannsóknum og aðgerðum sem hafa að markmiði að jafna stöðu karla og kvenna á öllum sviðum samfélagsins. Það er margt að ræða á þessum alþjóðlega baráttudegi kvenna, allt frá uppeldinu til elliáranna. Það er líka mikilvægt að hugsa til þeirra kvenna víða um heim sem enn berjast fyrir rétti sínum til að tjá sig, ferðast óáreittar utandyra, fá að stunda nám, vinna fyrir sér og lifa án ofbeldis og átaka. Við sýnum þeim best stuðning í verki með því að vera til fyrirmyndar og sýna að það er hægt að breyta heiminum.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun