Tvíburar með græjudellu LILJA BJÖRK HAUKSDÓTTIR skrifar 31. janúar 2014 13:30 Tvíburarnir Bjarni og Davíð Hedtoft Reynissynir stýra þættinum Geggjaðar græjur sem hefur göngu sína á Stöð 2 þriðjudaginn 11. febrúar. Þar munu þeir gefa áhorfendum innsýn í nýjustu græjur og afrek á sviði vísinda og leggja áherslu á mikilvægi þeirra.Tveir fyrir einn„Við förum á stúfana og skoðum allt sem er nýtt í græjuheiminum. Umfjöllunarefnið er fjölbreytt og skemmtilegt og upplýsir áhorfandann um nýsköpun og vísindi,“ segir Bjarni Hedtoft Reynisson, annar þáttastjórnendanna. „Þátturinn er fyrir alla, einnig þá sem hafa enga reynslu af vísindum í daglegu lífi. Við munum fjalla um nýjar græjur eða uppfinningar sem hafa ekki sést áður, skemmtilega hluti sem bæta lífsgæði og gefa bros á vör, athyglisverðar og ótrúlegar rannsóknir, græjur sem koma á óvart og jafnvel fáránlegar uppfinningar sem enginn hefði getað séð fyrir. Svo prófum við líka græjurnar og þar sem það er svo mikið til af geggjuðum græjum þarf tvo þáttastjórnendur. Við erum líka svona tveir fyrir einn dæmi,“ segir hinn þáttastjórnandinn, Davíð Hedtoft Reynisson. „Það fæst svo góður samanburður á vörum þegar þær eru prófaðar á tvíburum. Í þáttunum prófum við til dæmis tvö sjálfsmælingartæki sem mæla svefn, hreyfingu, kaloríuinntöku og fleira og svo berum við þau saman. Svo keppum við hvor á móti öðrum þegar við prófum græjurnar. Við reynum svo bara að skemmta okkur og áhorfendum um leið og við upplýsum fólk um allt það mest spennandi í græjuheiminum."Ekki flókið málGeggjaðar græjur verður ekki flókinn tækniþáttur fyrir sérfræðinga eða vísindamenn. Hver þáttur hefur sína yfirskrift eins og til dæmis vélmenni, sjálfsmælingar, greind heimili og hátæknifatnaður. „Við þurfum ekki að vita allt um græjuna til að geta fjallað um hana. Það verður ekkert hátæknital eða verið að greina græjuna í smáatriðum, þetta verður meira svona „Sjáiði þetta, þetta er geggjuð græja!“,“ segir Davíð.Næstfyndnastir í DanmörkuLögð er áhersla á skemmtanagildi þáttanna en þeir Bjarni og Davíð vöktu athygli þegar þeir sigruðu í keppninni „Næstfyndnustu menn Danmerkur“ sem Casper Christiansen, annar aðalleikaranna úr Klovn, stóð fyrir. „Við sendum inn brandara og svo snerist keppnin um það að fá sem flest „like“ frá Casper. Við fengum þúsund „like“ og urðum „Næstfyndnustu menn Danmerkur“, Casper Christiansen er auðvitað sá fyndnasti,“ segja bræðurnir og brosa.Lífið hefur upp á margt að bjóðaÞeir Davíð og Bjarni voru með vikulega neytendaþætti í danska sjónvarpinu á árunum 2005 til 2006 þar sem þeir gerðu alls kyns prófanir á sjálfum sér. „Við fórum til dæmis báðir í klippingu, annar okkar fór á flotta, dýra stofu og hinn á ódýra. Svo spurðum við fólk á götunni hvort það sæi muninn. Við byggjum Geggjaðar græjur upp að einhverju leyti á þessari hugmynd. Lífið hefur uppá margt ótrúlegt að bjóða ef maður bara opnar augun." Nánar hér. Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Mickey Rooney látinn Lífið Stefna á að koma til Íslands í janúar Bíó og sjónvarp RIFF kvikmyndakviss Bíó og sjónvarp Kjólarnir á Óskarnum Tíska og hönnun Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Tvíburarnir Bjarni og Davíð Hedtoft Reynissynir stýra þættinum Geggjaðar græjur sem hefur göngu sína á Stöð 2 þriðjudaginn 11. febrúar. Þar munu þeir gefa áhorfendum innsýn í nýjustu græjur og afrek á sviði vísinda og leggja áherslu á mikilvægi þeirra.Tveir fyrir einn„Við förum á stúfana og skoðum allt sem er nýtt í græjuheiminum. Umfjöllunarefnið er fjölbreytt og skemmtilegt og upplýsir áhorfandann um nýsköpun og vísindi,“ segir Bjarni Hedtoft Reynisson, annar þáttastjórnendanna. „Þátturinn er fyrir alla, einnig þá sem hafa enga reynslu af vísindum í daglegu lífi. Við munum fjalla um nýjar græjur eða uppfinningar sem hafa ekki sést áður, skemmtilega hluti sem bæta lífsgæði og gefa bros á vör, athyglisverðar og ótrúlegar rannsóknir, græjur sem koma á óvart og jafnvel fáránlegar uppfinningar sem enginn hefði getað séð fyrir. Svo prófum við líka græjurnar og þar sem það er svo mikið til af geggjuðum græjum þarf tvo þáttastjórnendur. Við erum líka svona tveir fyrir einn dæmi,“ segir hinn þáttastjórnandinn, Davíð Hedtoft Reynisson. „Það fæst svo góður samanburður á vörum þegar þær eru prófaðar á tvíburum. Í þáttunum prófum við til dæmis tvö sjálfsmælingartæki sem mæla svefn, hreyfingu, kaloríuinntöku og fleira og svo berum við þau saman. Svo keppum við hvor á móti öðrum þegar við prófum græjurnar. Við reynum svo bara að skemmta okkur og áhorfendum um leið og við upplýsum fólk um allt það mest spennandi í græjuheiminum."Ekki flókið málGeggjaðar græjur verður ekki flókinn tækniþáttur fyrir sérfræðinga eða vísindamenn. Hver þáttur hefur sína yfirskrift eins og til dæmis vélmenni, sjálfsmælingar, greind heimili og hátæknifatnaður. „Við þurfum ekki að vita allt um græjuna til að geta fjallað um hana. Það verður ekkert hátæknital eða verið að greina græjuna í smáatriðum, þetta verður meira svona „Sjáiði þetta, þetta er geggjuð græja!“,“ segir Davíð.Næstfyndnastir í DanmörkuLögð er áhersla á skemmtanagildi þáttanna en þeir Bjarni og Davíð vöktu athygli þegar þeir sigruðu í keppninni „Næstfyndnustu menn Danmerkur“ sem Casper Christiansen, annar aðalleikaranna úr Klovn, stóð fyrir. „Við sendum inn brandara og svo snerist keppnin um það að fá sem flest „like“ frá Casper. Við fengum þúsund „like“ og urðum „Næstfyndnustu menn Danmerkur“, Casper Christiansen er auðvitað sá fyndnasti,“ segja bræðurnir og brosa.Lífið hefur upp á margt að bjóðaÞeir Davíð og Bjarni voru með vikulega neytendaþætti í danska sjónvarpinu á árunum 2005 til 2006 þar sem þeir gerðu alls kyns prófanir á sjálfum sér. „Við fórum til dæmis báðir í klippingu, annar okkar fór á flotta, dýra stofu og hinn á ódýra. Svo spurðum við fólk á götunni hvort það sæi muninn. Við byggjum Geggjaðar græjur upp að einhverju leyti á þessari hugmynd. Lífið hefur uppá margt ótrúlegt að bjóða ef maður bara opnar augun." Nánar hér.
Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Mickey Rooney látinn Lífið Stefna á að koma til Íslands í janúar Bíó og sjónvarp RIFF kvikmyndakviss Bíó og sjónvarp Kjólarnir á Óskarnum Tíska og hönnun Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira