Lífið

Dirty Dancing á Suðurnesjum

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Vox Arena frumsýna söngleikinn Dirty Dancing í Andrew Theatre á Ásbrú þann 20. febrúar næstkomandi.

Eins og nafnið gefur til kynna er söngleikurinn byggður á kvikmyndinni Dirty Dancing frá árinu 1987 þar sem Patrick Swayze og Jennifer Grey fóru á kostum.

Í tilefni af sýningunni frumsýndi leikhópurinn tónlistarmyndband við lagið Time of my life sem hefur fengið íslensku þýðinguna Stórkostleg stund. Sigurður Smári Hansson og Melkorka Rós Hjartardóttir syngja.

Miðasala á sýninguna er hafin en nánari upplýsingar um söngleikinn má finna á Facebook-síðu hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.