Telur keppinaut kæra hótel til að tefja og kæfa samkeppni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. nóvember 2014 07:00 Magnús Einarsson tók um miðjan október fyrstu skóflustungu að fimm hæða hóteli með 93 herbergjum í Þórunnartúni 4. Fréttablaðið/Ernir „Eina ástæða kæranna er að koma í veg fyrir samkeppni og yfirgangur af hálfu aðila sem hefur fengið ríflegra byggingarmagn en þekkist á lóðum sínum til að mynda undir hótelbyggingu sína,“ segir Magnús Einarsson, aðaleigandi Þórunnartúns 4. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á föstudag hafa eigendur í Þórunnartúni 2 og Borgartúni 8 til 16 krafist stöðvunar framkvæmda við hótelbygginguna í Þórunnartúni 4 og að ógilt verði ákvörðun borgaryfirvalda um að leyfa þar viðbyggingu og 93 herbergja hótel. Þeirra eigin forsendur séu gerbreyttar „enda var ekki gert ráð fyrir að annað stórt hótel yrði reist í Þórunnartúni“.Enginn nema keppinautur kærir Magnús bendir á að á bak við kærurnar standi einn og sami maðurinn, Pétur Guðmundsson í Eykt, sem sjálfur sé að byggja risahótel við hliðina á Þórunnartúni 4 og áttatíu íbúða turn í sömu götu. Enginn ótengdur Pétri hafi gert athugasemdir. „Pétur er einfaldlega að reyna að koma í veg fyrir samkeppni,“ segir Magnús. „Það er deginum ljósara að hann fær aldrei hnekkt skipulagi sem er miklu eldra en hans. Hann er búinn að valda okkur margra mánaða tjóni með sínum athugasemdum sem hann veit að munu aldrei leiða til þess að ekki megi byggja hótel. Þarna var samþykkt hótelbygging fyrir meira en tíu árum.“ Í umsögn lögmanns Þórunnartúns 4 ehf. til úrskurðarnefndar auðlindamála vegna fyrrnefndrar kæru er kröfunum um stöðvun framkvæmda og ógildingu byggingarleyfis harðlega mótmælt.„Hrinda ber öllum slíkum tilburðum“ „Hagsmunir kærenda eru fyrst og fremst þeir að reyna að koma í veg fyrir að hótel rísi í nálægð við það hótel sem hann hefur sjálfur í byggingu. Það sjónarmið að koma í veg fyrir samkeppni er ekki málefnalegt og hrinda ber öllum slíkum tilburðum,“ segir í athugasemdum Þórunnartúns ehf. Þá er meðal annars bent á að kærandinn, Höfðahótel, hafi sótt um að fá að byggja viðbótarhæð ofan á sína byggingu á sama tíma og hann lýsti áhyggjum af aukinni bílaumferð vegna Þórunnartúns 4. „Af þessum tvískinnungi kæranda verður það eitt ráðið að athugasemdir varðandi bílastæði og umferð eru að engu hafandi og settar fram af hans hálfu í þeim eina tilgangi að spilla fyrir eða hefta framgang verkefnis Þórunnartúns 4,“ segir í umsögn lögmanns Þórunnartúns 4 ehf. Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira
„Eina ástæða kæranna er að koma í veg fyrir samkeppni og yfirgangur af hálfu aðila sem hefur fengið ríflegra byggingarmagn en þekkist á lóðum sínum til að mynda undir hótelbyggingu sína,“ segir Magnús Einarsson, aðaleigandi Þórunnartúns 4. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á föstudag hafa eigendur í Þórunnartúni 2 og Borgartúni 8 til 16 krafist stöðvunar framkvæmda við hótelbygginguna í Þórunnartúni 4 og að ógilt verði ákvörðun borgaryfirvalda um að leyfa þar viðbyggingu og 93 herbergja hótel. Þeirra eigin forsendur séu gerbreyttar „enda var ekki gert ráð fyrir að annað stórt hótel yrði reist í Þórunnartúni“.Enginn nema keppinautur kærir Magnús bendir á að á bak við kærurnar standi einn og sami maðurinn, Pétur Guðmundsson í Eykt, sem sjálfur sé að byggja risahótel við hliðina á Þórunnartúni 4 og áttatíu íbúða turn í sömu götu. Enginn ótengdur Pétri hafi gert athugasemdir. „Pétur er einfaldlega að reyna að koma í veg fyrir samkeppni,“ segir Magnús. „Það er deginum ljósara að hann fær aldrei hnekkt skipulagi sem er miklu eldra en hans. Hann er búinn að valda okkur margra mánaða tjóni með sínum athugasemdum sem hann veit að munu aldrei leiða til þess að ekki megi byggja hótel. Þarna var samþykkt hótelbygging fyrir meira en tíu árum.“ Í umsögn lögmanns Þórunnartúns 4 ehf. til úrskurðarnefndar auðlindamála vegna fyrrnefndrar kæru er kröfunum um stöðvun framkvæmda og ógildingu byggingarleyfis harðlega mótmælt.„Hrinda ber öllum slíkum tilburðum“ „Hagsmunir kærenda eru fyrst og fremst þeir að reyna að koma í veg fyrir að hótel rísi í nálægð við það hótel sem hann hefur sjálfur í byggingu. Það sjónarmið að koma í veg fyrir samkeppni er ekki málefnalegt og hrinda ber öllum slíkum tilburðum,“ segir í athugasemdum Þórunnartúns ehf. Þá er meðal annars bent á að kærandinn, Höfðahótel, hafi sótt um að fá að byggja viðbótarhæð ofan á sína byggingu á sama tíma og hann lýsti áhyggjum af aukinni bílaumferð vegna Þórunnartúns 4. „Af þessum tvískinnungi kæranda verður það eitt ráðið að athugasemdir varðandi bílastæði og umferð eru að engu hafandi og settar fram af hans hálfu í þeim eina tilgangi að spilla fyrir eða hefta framgang verkefnis Þórunnartúns 4,“ segir í umsögn lögmanns Þórunnartúns 4 ehf.
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira