Syngur dúett með eiginmanninum Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 8. febrúar 2014 11:00 Mynd/Bjarni Eiríksson Seiðandi rödd Eyrúnar Huldar Haraldsdóttur hljómar nú í fyrsta sinn með ektamanninum og rokkaranum Magna Ásgeirssyni. Hún á von á sér í vikunni. „Við erum að safna strákum, eða svo virðist vera, því þriðji strákurinn er á leiðinni í heiminn í næstu viku,“ segir Eyrún sem á von á sér fimmtudaginn 13. febrúar. „Við erum því greinilega góð í að búa til stráka og hlökkum til að stækka fjölskylduna,“ segir Eyrún og hlær dátt af hamingju. Á liðnu sumri keyptu Eyrún og Magni sér íbúð í höfuðstað hins bjarta norðurs og una hag sínum vel á Akureyri. „Við Magni erum bæði utan af landi og vildum gjarnan ala börnin okkar upp á landsbyggðinni. Húsnæðisverð í Reykjavík hafði líka mjög fælandi mátt því það er erfiðara að stækka við sig í Vesturbænum en á Akureyri. Hér höfum við það ljómandi gott, það er stutt að skreppa austur og Akureyringar hafa tekið vel á móti okkur.“ Eyrún kennir íslensku við Menntaskólann á Akureyri og Magni hefur kennt við tónlistarskóla nyrðra meðfram hefðbundnu rokki og róli. „Ég lærði íslensku við Háskóla Íslands og fór fljótlega í kennslu sem átti strax vel við mig. Ég held að ég sé ábyrgur og sanngjarn kennari; í það minnsta segja nemendur mínir að ég sé ekki gjöful á einkunnir og geri miklar kröfur. Það er svo góður kostur,“ segir Eyrún, sem nýtur kennarastarfsins. „Það er gaman að umgangast menntaskólanemendur, kynnast nýjum og fylgja þeim eldri eftir. Í kennarastarfinu kynnist maður líka mörgum og það er ótvíræður kostur og gefur manni færi á því komast betur inn í hlutina. Skólasamfélagið verður því í raun nokkurs konar lykill að lífi og menningu svæðisins.“Mynd/Bjarni EiríkssonÆskuástin að austan Eyrún er fædd og uppalin á Egilsstöðum en Magni ólst upp á Borgarfirði eystri. Leiðir þeirra lágu saman í Menntaskólanum á Egilsstöðum. „Við kynntumst í menntaskólanum þegar ég var sextán ára busi, en Magni er þremur árum eldri. Við erum því búin að vera saman lengi,“ segir Eyrún og brosir að minningunni. Eyrún er oftast grasekkja um helgar þegar Magni stígur á svið fyrir sunnan og hefur þá ofan af fyrir sonum þeirra sem eru tveggja og átta ára. „Um helgar erum við líka mikið á faraldsfæti því Magni er oftast að spila og stundum fær eldri guttinn að fara með honum til Reykjavíkur. Þá er oft gestkvæmt hjá okkur því nú búum við miðja vegu á milli Egilsstaða og Akureyrar. Því er oft margt um manninn, mikið líf og fjör og nóg um að vera í kringum okkur.“ Um þessa helgi eru kósí- og huggulegheit á dagskrá fjölskyldunnar þar sem Magni er aldrei þessu vant í fríi. „Það gerist ekki oft og því ætlum við að njóta þess að vera saman, elda eitthvað gómsætt með góðum vinum og kannski spila Popppunkt eða Trivial Pursuit sem skapar alltaf skemmtilega stemningu.“ Eyrúnu hefur liðið vel á meðgöngunni. „Þegar maður gengur með þriðja barnið er maður hættur að stressa sig á hlutunum og meðgangan er fljótari að líða. Ég er nýlega hætt að vinna og nýti því tímann til að slaka á um leið og við undirbúum komu guttans.“Ekki bara fyrir börn Í útvarpinu heyrist nú til hjónakornanna Eyrúnar og Magna syngja sinn fyrsta dúett saman. Það er í laginu Fjóla fína af plötunni „Ekki bara fyrir börn“ sem kom út fyrir skemmstu. „Við fórum fyrir tveimur árum í sumarhús á Suðurlandi með systur minni og mági sem þá var að skoða þann möguleika að taka upp bandarísk þjóðlög og þýða texta þeirra á íslensku. Eitt kvöldið bað hann mig að syngja þetta lag á móti Magna og gerði ég það að gamni mínu,“ segir Eyrún til upprifjunar, og svo leið tíminn. „Nú tveimur árum seinna varð platan að veruleika og þá kom þessi pressa á að ég syngi lagið aftur og nú í hljóðveri. Ég var vitaskuld treg til og vildi að þeir fengju fagmanneskju til verksins en þeir Magni létu ekki undan og á endanum lét ég til leiðast því platan er ekki of hátíðleg. Þetta er fyrst og fremst skemmtileg fjölskylduplata, með hressleikann í fyrirrúmi og frábær í bílinn og á ferðalögum.“ Eyrún segir skrítið að heyra í sjálfri sér syngja í útvarpinu. „Það er óraunverulegt og mér finnst eins og það sé ekki ég. Það er þó virkilega skemmtilegt að hafa sungið með manninum mínum á plötu því nú eigum við sameiginlegt lag til minningar seinna meir og það er gaman fyrir strákana okkar. Ef lagið slær í gegn sjáum við til með framhald á samstarfinu.“ Áhugasamir geta hlustað á Fjólu Fínu með Eyrúnu og Magna á http://warenmusic.bandcamp.com Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Seiðandi rödd Eyrúnar Huldar Haraldsdóttur hljómar nú í fyrsta sinn með ektamanninum og rokkaranum Magna Ásgeirssyni. Hún á von á sér í vikunni. „Við erum að safna strákum, eða svo virðist vera, því þriðji strákurinn er á leiðinni í heiminn í næstu viku,“ segir Eyrún sem á von á sér fimmtudaginn 13. febrúar. „Við erum því greinilega góð í að búa til stráka og hlökkum til að stækka fjölskylduna,“ segir Eyrún og hlær dátt af hamingju. Á liðnu sumri keyptu Eyrún og Magni sér íbúð í höfuðstað hins bjarta norðurs og una hag sínum vel á Akureyri. „Við Magni erum bæði utan af landi og vildum gjarnan ala börnin okkar upp á landsbyggðinni. Húsnæðisverð í Reykjavík hafði líka mjög fælandi mátt því það er erfiðara að stækka við sig í Vesturbænum en á Akureyri. Hér höfum við það ljómandi gott, það er stutt að skreppa austur og Akureyringar hafa tekið vel á móti okkur.“ Eyrún kennir íslensku við Menntaskólann á Akureyri og Magni hefur kennt við tónlistarskóla nyrðra meðfram hefðbundnu rokki og róli. „Ég lærði íslensku við Háskóla Íslands og fór fljótlega í kennslu sem átti strax vel við mig. Ég held að ég sé ábyrgur og sanngjarn kennari; í það minnsta segja nemendur mínir að ég sé ekki gjöful á einkunnir og geri miklar kröfur. Það er svo góður kostur,“ segir Eyrún, sem nýtur kennarastarfsins. „Það er gaman að umgangast menntaskólanemendur, kynnast nýjum og fylgja þeim eldri eftir. Í kennarastarfinu kynnist maður líka mörgum og það er ótvíræður kostur og gefur manni færi á því komast betur inn í hlutina. Skólasamfélagið verður því í raun nokkurs konar lykill að lífi og menningu svæðisins.“Mynd/Bjarni EiríkssonÆskuástin að austan Eyrún er fædd og uppalin á Egilsstöðum en Magni ólst upp á Borgarfirði eystri. Leiðir þeirra lágu saman í Menntaskólanum á Egilsstöðum. „Við kynntumst í menntaskólanum þegar ég var sextán ára busi, en Magni er þremur árum eldri. Við erum því búin að vera saman lengi,“ segir Eyrún og brosir að minningunni. Eyrún er oftast grasekkja um helgar þegar Magni stígur á svið fyrir sunnan og hefur þá ofan af fyrir sonum þeirra sem eru tveggja og átta ára. „Um helgar erum við líka mikið á faraldsfæti því Magni er oftast að spila og stundum fær eldri guttinn að fara með honum til Reykjavíkur. Þá er oft gestkvæmt hjá okkur því nú búum við miðja vegu á milli Egilsstaða og Akureyrar. Því er oft margt um manninn, mikið líf og fjör og nóg um að vera í kringum okkur.“ Um þessa helgi eru kósí- og huggulegheit á dagskrá fjölskyldunnar þar sem Magni er aldrei þessu vant í fríi. „Það gerist ekki oft og því ætlum við að njóta þess að vera saman, elda eitthvað gómsætt með góðum vinum og kannski spila Popppunkt eða Trivial Pursuit sem skapar alltaf skemmtilega stemningu.“ Eyrúnu hefur liðið vel á meðgöngunni. „Þegar maður gengur með þriðja barnið er maður hættur að stressa sig á hlutunum og meðgangan er fljótari að líða. Ég er nýlega hætt að vinna og nýti því tímann til að slaka á um leið og við undirbúum komu guttans.“Ekki bara fyrir börn Í útvarpinu heyrist nú til hjónakornanna Eyrúnar og Magna syngja sinn fyrsta dúett saman. Það er í laginu Fjóla fína af plötunni „Ekki bara fyrir börn“ sem kom út fyrir skemmstu. „Við fórum fyrir tveimur árum í sumarhús á Suðurlandi með systur minni og mági sem þá var að skoða þann möguleika að taka upp bandarísk þjóðlög og þýða texta þeirra á íslensku. Eitt kvöldið bað hann mig að syngja þetta lag á móti Magna og gerði ég það að gamni mínu,“ segir Eyrún til upprifjunar, og svo leið tíminn. „Nú tveimur árum seinna varð platan að veruleika og þá kom þessi pressa á að ég syngi lagið aftur og nú í hljóðveri. Ég var vitaskuld treg til og vildi að þeir fengju fagmanneskju til verksins en þeir Magni létu ekki undan og á endanum lét ég til leiðast því platan er ekki of hátíðleg. Þetta er fyrst og fremst skemmtileg fjölskylduplata, með hressleikann í fyrirrúmi og frábær í bílinn og á ferðalögum.“ Eyrún segir skrítið að heyra í sjálfri sér syngja í útvarpinu. „Það er óraunverulegt og mér finnst eins og það sé ekki ég. Það er þó virkilega skemmtilegt að hafa sungið með manninum mínum á plötu því nú eigum við sameiginlegt lag til minningar seinna meir og það er gaman fyrir strákana okkar. Ef lagið slær í gegn sjáum við til með framhald á samstarfinu.“ Áhugasamir geta hlustað á Fjólu Fínu með Eyrúnu og Magna á http://warenmusic.bandcamp.com
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein