Lífið

KK band spilar saman í kvöld

KK Band kemur saman á tónleikum á Café Rosenberg í kvöld.
KK Band kemur saman á tónleikum á Café Rosenberg í kvöld. mynd/daníel
Hið eina sanna KK Band kemur saman á tónleikum sem fram fara á Café Rosenberg í kvöld.

Upprunalegir meðlimir KK Bandsins síðan 1992 eru þeir Kristján Kristjánsson eða KK á gítar og syngur hann einnig, Þorleifur Guðjónsson bassaleikari og Kormákur Geirharðsson trommuleikari. Að auki mun félagi þeirra, Beggi Morthens, leika á rafgítar.

Það eru rúm 20 ár síðan bandið var stofnað og fyrsta platan þeirra, Bein leið, kom út. Sú plata fór í tvöfalda platínu sem þýðir að yfir 20.000 plötur hafa selst.

Bandið heldur örfáa tónleika á ári og hefur mjög gaman af því að hittast, enda miklir vinir sem hafa farið í gegnum ýmsar lúppur í lífinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.