Landbúnaðarháskóli Íslands – baggi eða björg Þorsteinn Guðmundsson skrifar 8. janúar 2014 06:00 Að undanförnu hefur fjörug umræða um Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) verið í fjölmiðlum í kjölfar yfirlýsingar mennta- og menningarmálaráðherra um að háskólar á Íslandi yrðu sameinaðir. Mest virðist rætt um sameiningu LbhÍ við HÍ og hafa nokkrir félagar mínir við LbhÍ komið að þeirri umræðu og bent á möguleika sem skapast eða kunni að skapast við það. Samstarf LbhÍ og HÍ hefur aukist en LbhÍ og margir starfsmenn eru einnig í miklu samstarfi við erlendar menntastofnanir. Fjarlægðir milli staða eru oft ekki aðalatriði heldur sameiginlegur áhugi. Einungis brot þeirra sem útskrifast frá háskólum fara í rannsóknir. Hinir eru úti í samfélaginu í fjölbreyttum störfum og iðulega áberandi í félagslífi. Okkar samskipti eru við háskólamenntað fólk í miðju samfélagsins, við kennara, hjúkrunarfræðinga, verkfræðinga o.s.frv. Hátt hlutfall þeirra sem útskrifast frá LbhÍ finnur starfsvettvang á landsbyggðinni og eru þar virkir þátttakendur. Menntafólk binst gjarnan þeim stöðum og því umhverfi sem það kynntist á námsárunum og er tregt til að flytja að námi loknu. Þetta á hvarvetna við og háskólar hafa víða verið stofnaðir til að styrkja stoðir samfélagsins, t.d. í Trömsö, Umeå og Oulu. Þjóðverjar gerðu þetta einnig með stofnun háskóla í Konstanz, Beureuth og víðar. Auk hinna almennu háskóla hafa Þjóðverjar fagháskóla og viðlíka stofnanir þar sem akademísk fræðsla og starfsþjálfun fara saman. Þeir líta á hina miklu faglegu og landfræðilegu breidd í háskólamenntun sem stóran þátt í sinni velgengni.Byggðaþróun Byggðaþróun á Íslandi var afar ólík því sem annars staðar þekkist. Okkar þjóðfélag breyttist úr dreifbýlasta landi í Evrópu í það þéttbýlasta á seinustu öld og þéttbýlið er nær allt á einum stað. Á Reykjavíkursvæðinu búa 2/3 til 3/4 íbúa landsins eftir því hvar mörkin eru dregin. Íslenskt samfélag þarf að gera upp við sig hvort það vilji verða að borgarríki með landið utan þess sem hráefnis- og orkugjafa og til frístundaiðkunar eða hvort við viljum halda í öflugt atvinnulíf og menningu á landsbyggðinni. Landbúnaðarháskólinn er ein þeirra stofnana sem enn hafa kjölfestu á landsbyggðinni og styrkir hana. Með sameiningu við HÍ mundi sú kjölfesta glatast. Enn meiri þjöppun háskólastarfs á höfuðborgarsvæðið eykur fábreytni í vali fyrir ungt fólk. Við stofnun LbhÍ voru Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Rala á Keldnaholti og Garðyrkjuskólinn sameinuð. Nær öll fræðsla og rannsóknir og ýmis stoðþjónusta í landbúnaði fór í eina stofnun. Ég efast um að þessi fjölbreytta starfsemi eigi auðvelt uppdráttar innan veggja HÍ. Háskóli Íslands er sem betur fer mjög öflugur almennur háskóli en þarf eins og aðrir að glíma við eigin fjárhagsvandamál. Ef af sameiningu yrði þá væri afar eðlilegt að hann byrjaði á að losa sig við starfsemi sem ekki fellur beint að akademísku umhverfi. Það væri starfsnámið og síðan flyttist allt háskólanám til Reykjavíkur. Þau samlegðaráhrif sem fylgja því að hafa starfsnám, háskólanám, rannsóknir og stoðþjónustu undir einu þaki yrðu að engu.Ódýrir háskólar Samanburður á kostnaði við háskóla á Íslandi við nágrannalöndin sýnir að háskólar á Íslandi er ódýrir og þurfa að glíma við minnkandi fjárveitingar. Þetta kemur fram í ýmsum myndum en tökum dæmi. Þegar Bændaskólanum á Hvanneyri var breytt í háskóla komu þau skýru skilaboð að við ættum að útvíkka okkar námsframboð. Til þess fengist að vísu ekki aukið fjármagn á frumstigi en tekið yrði tillit til árangurs. Skólinn kom á námsbraut í umhverfisskipulagi sem innan skamms var orðin að burðarás BS-náms auk búvísindanna. Nú hefur þessi námsbraut verið starfrækt í 10 ár, um 130 manns útskrifast og tæp 70% útskrifaðra hafa sótt eða eru í mastersnámi. Stór hluti þessa fólks er nú í störfum víðsvegar um land. Aukin fjárveiting kom aldrei. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 2014 er bein fjármögnun frá ríkinu 655 milljónir króna, annars afli skólinn sem sértekna. Við skólann eru 88 ársstörf, það gera 7,4 milljónir á hvern starfsmann til að reka alla starfsemina. Þrátt fyrir takmarkað fjármagn fær skólinn viðurkenningar fyrir gott starf. Þeir sem segja að LbhÍ sé dýr eru í raun að segja að starfsemi skólans sé óþörf. Sameining við HÍ og flutningur kennslu og rannsókna á höfuðborgarsvæðið skapar meiri nálægð við akademískt umhverfi. Sé hins vegar litið til samfélagsins í heild sinni þá beinast rökin gegn slíkri sameiningu. Það er að segja vilji samfélagið halda uppi dreifðri byggð með skapandi menningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur fjörug umræða um Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) verið í fjölmiðlum í kjölfar yfirlýsingar mennta- og menningarmálaráðherra um að háskólar á Íslandi yrðu sameinaðir. Mest virðist rætt um sameiningu LbhÍ við HÍ og hafa nokkrir félagar mínir við LbhÍ komið að þeirri umræðu og bent á möguleika sem skapast eða kunni að skapast við það. Samstarf LbhÍ og HÍ hefur aukist en LbhÍ og margir starfsmenn eru einnig í miklu samstarfi við erlendar menntastofnanir. Fjarlægðir milli staða eru oft ekki aðalatriði heldur sameiginlegur áhugi. Einungis brot þeirra sem útskrifast frá háskólum fara í rannsóknir. Hinir eru úti í samfélaginu í fjölbreyttum störfum og iðulega áberandi í félagslífi. Okkar samskipti eru við háskólamenntað fólk í miðju samfélagsins, við kennara, hjúkrunarfræðinga, verkfræðinga o.s.frv. Hátt hlutfall þeirra sem útskrifast frá LbhÍ finnur starfsvettvang á landsbyggðinni og eru þar virkir þátttakendur. Menntafólk binst gjarnan þeim stöðum og því umhverfi sem það kynntist á námsárunum og er tregt til að flytja að námi loknu. Þetta á hvarvetna við og háskólar hafa víða verið stofnaðir til að styrkja stoðir samfélagsins, t.d. í Trömsö, Umeå og Oulu. Þjóðverjar gerðu þetta einnig með stofnun háskóla í Konstanz, Beureuth og víðar. Auk hinna almennu háskóla hafa Þjóðverjar fagháskóla og viðlíka stofnanir þar sem akademísk fræðsla og starfsþjálfun fara saman. Þeir líta á hina miklu faglegu og landfræðilegu breidd í háskólamenntun sem stóran þátt í sinni velgengni.Byggðaþróun Byggðaþróun á Íslandi var afar ólík því sem annars staðar þekkist. Okkar þjóðfélag breyttist úr dreifbýlasta landi í Evrópu í það þéttbýlasta á seinustu öld og þéttbýlið er nær allt á einum stað. Á Reykjavíkursvæðinu búa 2/3 til 3/4 íbúa landsins eftir því hvar mörkin eru dregin. Íslenskt samfélag þarf að gera upp við sig hvort það vilji verða að borgarríki með landið utan þess sem hráefnis- og orkugjafa og til frístundaiðkunar eða hvort við viljum halda í öflugt atvinnulíf og menningu á landsbyggðinni. Landbúnaðarháskólinn er ein þeirra stofnana sem enn hafa kjölfestu á landsbyggðinni og styrkir hana. Með sameiningu við HÍ mundi sú kjölfesta glatast. Enn meiri þjöppun háskólastarfs á höfuðborgarsvæðið eykur fábreytni í vali fyrir ungt fólk. Við stofnun LbhÍ voru Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Rala á Keldnaholti og Garðyrkjuskólinn sameinuð. Nær öll fræðsla og rannsóknir og ýmis stoðþjónusta í landbúnaði fór í eina stofnun. Ég efast um að þessi fjölbreytta starfsemi eigi auðvelt uppdráttar innan veggja HÍ. Háskóli Íslands er sem betur fer mjög öflugur almennur háskóli en þarf eins og aðrir að glíma við eigin fjárhagsvandamál. Ef af sameiningu yrði þá væri afar eðlilegt að hann byrjaði á að losa sig við starfsemi sem ekki fellur beint að akademísku umhverfi. Það væri starfsnámið og síðan flyttist allt háskólanám til Reykjavíkur. Þau samlegðaráhrif sem fylgja því að hafa starfsnám, háskólanám, rannsóknir og stoðþjónustu undir einu þaki yrðu að engu.Ódýrir háskólar Samanburður á kostnaði við háskóla á Íslandi við nágrannalöndin sýnir að háskólar á Íslandi er ódýrir og þurfa að glíma við minnkandi fjárveitingar. Þetta kemur fram í ýmsum myndum en tökum dæmi. Þegar Bændaskólanum á Hvanneyri var breytt í háskóla komu þau skýru skilaboð að við ættum að útvíkka okkar námsframboð. Til þess fengist að vísu ekki aukið fjármagn á frumstigi en tekið yrði tillit til árangurs. Skólinn kom á námsbraut í umhverfisskipulagi sem innan skamms var orðin að burðarás BS-náms auk búvísindanna. Nú hefur þessi námsbraut verið starfrækt í 10 ár, um 130 manns útskrifast og tæp 70% útskrifaðra hafa sótt eða eru í mastersnámi. Stór hluti þessa fólks er nú í störfum víðsvegar um land. Aukin fjárveiting kom aldrei. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 2014 er bein fjármögnun frá ríkinu 655 milljónir króna, annars afli skólinn sem sértekna. Við skólann eru 88 ársstörf, það gera 7,4 milljónir á hvern starfsmann til að reka alla starfsemina. Þrátt fyrir takmarkað fjármagn fær skólinn viðurkenningar fyrir gott starf. Þeir sem segja að LbhÍ sé dýr eru í raun að segja að starfsemi skólans sé óþörf. Sameining við HÍ og flutningur kennslu og rannsókna á höfuðborgarsvæðið skapar meiri nálægð við akademískt umhverfi. Sé hins vegar litið til samfélagsins í heild sinni þá beinast rökin gegn slíkri sameiningu. Það er að segja vilji samfélagið halda uppi dreifðri byggð með skapandi menningu.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar