Landbúnaðarháskóli Íslands – baggi eða björg Þorsteinn Guðmundsson skrifar 8. janúar 2014 06:00 Að undanförnu hefur fjörug umræða um Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) verið í fjölmiðlum í kjölfar yfirlýsingar mennta- og menningarmálaráðherra um að háskólar á Íslandi yrðu sameinaðir. Mest virðist rætt um sameiningu LbhÍ við HÍ og hafa nokkrir félagar mínir við LbhÍ komið að þeirri umræðu og bent á möguleika sem skapast eða kunni að skapast við það. Samstarf LbhÍ og HÍ hefur aukist en LbhÍ og margir starfsmenn eru einnig í miklu samstarfi við erlendar menntastofnanir. Fjarlægðir milli staða eru oft ekki aðalatriði heldur sameiginlegur áhugi. Einungis brot þeirra sem útskrifast frá háskólum fara í rannsóknir. Hinir eru úti í samfélaginu í fjölbreyttum störfum og iðulega áberandi í félagslífi. Okkar samskipti eru við háskólamenntað fólk í miðju samfélagsins, við kennara, hjúkrunarfræðinga, verkfræðinga o.s.frv. Hátt hlutfall þeirra sem útskrifast frá LbhÍ finnur starfsvettvang á landsbyggðinni og eru þar virkir þátttakendur. Menntafólk binst gjarnan þeim stöðum og því umhverfi sem það kynntist á námsárunum og er tregt til að flytja að námi loknu. Þetta á hvarvetna við og háskólar hafa víða verið stofnaðir til að styrkja stoðir samfélagsins, t.d. í Trömsö, Umeå og Oulu. Þjóðverjar gerðu þetta einnig með stofnun háskóla í Konstanz, Beureuth og víðar. Auk hinna almennu háskóla hafa Þjóðverjar fagháskóla og viðlíka stofnanir þar sem akademísk fræðsla og starfsþjálfun fara saman. Þeir líta á hina miklu faglegu og landfræðilegu breidd í háskólamenntun sem stóran þátt í sinni velgengni.Byggðaþróun Byggðaþróun á Íslandi var afar ólík því sem annars staðar þekkist. Okkar þjóðfélag breyttist úr dreifbýlasta landi í Evrópu í það þéttbýlasta á seinustu öld og þéttbýlið er nær allt á einum stað. Á Reykjavíkursvæðinu búa 2/3 til 3/4 íbúa landsins eftir því hvar mörkin eru dregin. Íslenskt samfélag þarf að gera upp við sig hvort það vilji verða að borgarríki með landið utan þess sem hráefnis- og orkugjafa og til frístundaiðkunar eða hvort við viljum halda í öflugt atvinnulíf og menningu á landsbyggðinni. Landbúnaðarháskólinn er ein þeirra stofnana sem enn hafa kjölfestu á landsbyggðinni og styrkir hana. Með sameiningu við HÍ mundi sú kjölfesta glatast. Enn meiri þjöppun háskólastarfs á höfuðborgarsvæðið eykur fábreytni í vali fyrir ungt fólk. Við stofnun LbhÍ voru Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Rala á Keldnaholti og Garðyrkjuskólinn sameinuð. Nær öll fræðsla og rannsóknir og ýmis stoðþjónusta í landbúnaði fór í eina stofnun. Ég efast um að þessi fjölbreytta starfsemi eigi auðvelt uppdráttar innan veggja HÍ. Háskóli Íslands er sem betur fer mjög öflugur almennur háskóli en þarf eins og aðrir að glíma við eigin fjárhagsvandamál. Ef af sameiningu yrði þá væri afar eðlilegt að hann byrjaði á að losa sig við starfsemi sem ekki fellur beint að akademísku umhverfi. Það væri starfsnámið og síðan flyttist allt háskólanám til Reykjavíkur. Þau samlegðaráhrif sem fylgja því að hafa starfsnám, háskólanám, rannsóknir og stoðþjónustu undir einu þaki yrðu að engu.Ódýrir háskólar Samanburður á kostnaði við háskóla á Íslandi við nágrannalöndin sýnir að háskólar á Íslandi er ódýrir og þurfa að glíma við minnkandi fjárveitingar. Þetta kemur fram í ýmsum myndum en tökum dæmi. Þegar Bændaskólanum á Hvanneyri var breytt í háskóla komu þau skýru skilaboð að við ættum að útvíkka okkar námsframboð. Til þess fengist að vísu ekki aukið fjármagn á frumstigi en tekið yrði tillit til árangurs. Skólinn kom á námsbraut í umhverfisskipulagi sem innan skamms var orðin að burðarás BS-náms auk búvísindanna. Nú hefur þessi námsbraut verið starfrækt í 10 ár, um 130 manns útskrifast og tæp 70% útskrifaðra hafa sótt eða eru í mastersnámi. Stór hluti þessa fólks er nú í störfum víðsvegar um land. Aukin fjárveiting kom aldrei. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 2014 er bein fjármögnun frá ríkinu 655 milljónir króna, annars afli skólinn sem sértekna. Við skólann eru 88 ársstörf, það gera 7,4 milljónir á hvern starfsmann til að reka alla starfsemina. Þrátt fyrir takmarkað fjármagn fær skólinn viðurkenningar fyrir gott starf. Þeir sem segja að LbhÍ sé dýr eru í raun að segja að starfsemi skólans sé óþörf. Sameining við HÍ og flutningur kennslu og rannsókna á höfuðborgarsvæðið skapar meiri nálægð við akademískt umhverfi. Sé hins vegar litið til samfélagsins í heild sinni þá beinast rökin gegn slíkri sameiningu. Það er að segja vilji samfélagið halda uppi dreifðri byggð með skapandi menningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur fjörug umræða um Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) verið í fjölmiðlum í kjölfar yfirlýsingar mennta- og menningarmálaráðherra um að háskólar á Íslandi yrðu sameinaðir. Mest virðist rætt um sameiningu LbhÍ við HÍ og hafa nokkrir félagar mínir við LbhÍ komið að þeirri umræðu og bent á möguleika sem skapast eða kunni að skapast við það. Samstarf LbhÍ og HÍ hefur aukist en LbhÍ og margir starfsmenn eru einnig í miklu samstarfi við erlendar menntastofnanir. Fjarlægðir milli staða eru oft ekki aðalatriði heldur sameiginlegur áhugi. Einungis brot þeirra sem útskrifast frá háskólum fara í rannsóknir. Hinir eru úti í samfélaginu í fjölbreyttum störfum og iðulega áberandi í félagslífi. Okkar samskipti eru við háskólamenntað fólk í miðju samfélagsins, við kennara, hjúkrunarfræðinga, verkfræðinga o.s.frv. Hátt hlutfall þeirra sem útskrifast frá LbhÍ finnur starfsvettvang á landsbyggðinni og eru þar virkir þátttakendur. Menntafólk binst gjarnan þeim stöðum og því umhverfi sem það kynntist á námsárunum og er tregt til að flytja að námi loknu. Þetta á hvarvetna við og háskólar hafa víða verið stofnaðir til að styrkja stoðir samfélagsins, t.d. í Trömsö, Umeå og Oulu. Þjóðverjar gerðu þetta einnig með stofnun háskóla í Konstanz, Beureuth og víðar. Auk hinna almennu háskóla hafa Þjóðverjar fagháskóla og viðlíka stofnanir þar sem akademísk fræðsla og starfsþjálfun fara saman. Þeir líta á hina miklu faglegu og landfræðilegu breidd í háskólamenntun sem stóran þátt í sinni velgengni.Byggðaþróun Byggðaþróun á Íslandi var afar ólík því sem annars staðar þekkist. Okkar þjóðfélag breyttist úr dreifbýlasta landi í Evrópu í það þéttbýlasta á seinustu öld og þéttbýlið er nær allt á einum stað. Á Reykjavíkursvæðinu búa 2/3 til 3/4 íbúa landsins eftir því hvar mörkin eru dregin. Íslenskt samfélag þarf að gera upp við sig hvort það vilji verða að borgarríki með landið utan þess sem hráefnis- og orkugjafa og til frístundaiðkunar eða hvort við viljum halda í öflugt atvinnulíf og menningu á landsbyggðinni. Landbúnaðarháskólinn er ein þeirra stofnana sem enn hafa kjölfestu á landsbyggðinni og styrkir hana. Með sameiningu við HÍ mundi sú kjölfesta glatast. Enn meiri þjöppun háskólastarfs á höfuðborgarsvæðið eykur fábreytni í vali fyrir ungt fólk. Við stofnun LbhÍ voru Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Rala á Keldnaholti og Garðyrkjuskólinn sameinuð. Nær öll fræðsla og rannsóknir og ýmis stoðþjónusta í landbúnaði fór í eina stofnun. Ég efast um að þessi fjölbreytta starfsemi eigi auðvelt uppdráttar innan veggja HÍ. Háskóli Íslands er sem betur fer mjög öflugur almennur háskóli en þarf eins og aðrir að glíma við eigin fjárhagsvandamál. Ef af sameiningu yrði þá væri afar eðlilegt að hann byrjaði á að losa sig við starfsemi sem ekki fellur beint að akademísku umhverfi. Það væri starfsnámið og síðan flyttist allt háskólanám til Reykjavíkur. Þau samlegðaráhrif sem fylgja því að hafa starfsnám, háskólanám, rannsóknir og stoðþjónustu undir einu þaki yrðu að engu.Ódýrir háskólar Samanburður á kostnaði við háskóla á Íslandi við nágrannalöndin sýnir að háskólar á Íslandi er ódýrir og þurfa að glíma við minnkandi fjárveitingar. Þetta kemur fram í ýmsum myndum en tökum dæmi. Þegar Bændaskólanum á Hvanneyri var breytt í háskóla komu þau skýru skilaboð að við ættum að útvíkka okkar námsframboð. Til þess fengist að vísu ekki aukið fjármagn á frumstigi en tekið yrði tillit til árangurs. Skólinn kom á námsbraut í umhverfisskipulagi sem innan skamms var orðin að burðarás BS-náms auk búvísindanna. Nú hefur þessi námsbraut verið starfrækt í 10 ár, um 130 manns útskrifast og tæp 70% útskrifaðra hafa sótt eða eru í mastersnámi. Stór hluti þessa fólks er nú í störfum víðsvegar um land. Aukin fjárveiting kom aldrei. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 2014 er bein fjármögnun frá ríkinu 655 milljónir króna, annars afli skólinn sem sértekna. Við skólann eru 88 ársstörf, það gera 7,4 milljónir á hvern starfsmann til að reka alla starfsemina. Þrátt fyrir takmarkað fjármagn fær skólinn viðurkenningar fyrir gott starf. Þeir sem segja að LbhÍ sé dýr eru í raun að segja að starfsemi skólans sé óþörf. Sameining við HÍ og flutningur kennslu og rannsókna á höfuðborgarsvæðið skapar meiri nálægð við akademískt umhverfi. Sé hins vegar litið til samfélagsins í heild sinni þá beinast rökin gegn slíkri sameiningu. Það er að segja vilji samfélagið halda uppi dreifðri byggð með skapandi menningu.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun