Landbúnaðarháskóli Íslands – baggi eða björg Þorsteinn Guðmundsson skrifar 8. janúar 2014 06:00 Að undanförnu hefur fjörug umræða um Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) verið í fjölmiðlum í kjölfar yfirlýsingar mennta- og menningarmálaráðherra um að háskólar á Íslandi yrðu sameinaðir. Mest virðist rætt um sameiningu LbhÍ við HÍ og hafa nokkrir félagar mínir við LbhÍ komið að þeirri umræðu og bent á möguleika sem skapast eða kunni að skapast við það. Samstarf LbhÍ og HÍ hefur aukist en LbhÍ og margir starfsmenn eru einnig í miklu samstarfi við erlendar menntastofnanir. Fjarlægðir milli staða eru oft ekki aðalatriði heldur sameiginlegur áhugi. Einungis brot þeirra sem útskrifast frá háskólum fara í rannsóknir. Hinir eru úti í samfélaginu í fjölbreyttum störfum og iðulega áberandi í félagslífi. Okkar samskipti eru við háskólamenntað fólk í miðju samfélagsins, við kennara, hjúkrunarfræðinga, verkfræðinga o.s.frv. Hátt hlutfall þeirra sem útskrifast frá LbhÍ finnur starfsvettvang á landsbyggðinni og eru þar virkir þátttakendur. Menntafólk binst gjarnan þeim stöðum og því umhverfi sem það kynntist á námsárunum og er tregt til að flytja að námi loknu. Þetta á hvarvetna við og háskólar hafa víða verið stofnaðir til að styrkja stoðir samfélagsins, t.d. í Trömsö, Umeå og Oulu. Þjóðverjar gerðu þetta einnig með stofnun háskóla í Konstanz, Beureuth og víðar. Auk hinna almennu háskóla hafa Þjóðverjar fagháskóla og viðlíka stofnanir þar sem akademísk fræðsla og starfsþjálfun fara saman. Þeir líta á hina miklu faglegu og landfræðilegu breidd í háskólamenntun sem stóran þátt í sinni velgengni.Byggðaþróun Byggðaþróun á Íslandi var afar ólík því sem annars staðar þekkist. Okkar þjóðfélag breyttist úr dreifbýlasta landi í Evrópu í það þéttbýlasta á seinustu öld og þéttbýlið er nær allt á einum stað. Á Reykjavíkursvæðinu búa 2/3 til 3/4 íbúa landsins eftir því hvar mörkin eru dregin. Íslenskt samfélag þarf að gera upp við sig hvort það vilji verða að borgarríki með landið utan þess sem hráefnis- og orkugjafa og til frístundaiðkunar eða hvort við viljum halda í öflugt atvinnulíf og menningu á landsbyggðinni. Landbúnaðarháskólinn er ein þeirra stofnana sem enn hafa kjölfestu á landsbyggðinni og styrkir hana. Með sameiningu við HÍ mundi sú kjölfesta glatast. Enn meiri þjöppun háskólastarfs á höfuðborgarsvæðið eykur fábreytni í vali fyrir ungt fólk. Við stofnun LbhÍ voru Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Rala á Keldnaholti og Garðyrkjuskólinn sameinuð. Nær öll fræðsla og rannsóknir og ýmis stoðþjónusta í landbúnaði fór í eina stofnun. Ég efast um að þessi fjölbreytta starfsemi eigi auðvelt uppdráttar innan veggja HÍ. Háskóli Íslands er sem betur fer mjög öflugur almennur háskóli en þarf eins og aðrir að glíma við eigin fjárhagsvandamál. Ef af sameiningu yrði þá væri afar eðlilegt að hann byrjaði á að losa sig við starfsemi sem ekki fellur beint að akademísku umhverfi. Það væri starfsnámið og síðan flyttist allt háskólanám til Reykjavíkur. Þau samlegðaráhrif sem fylgja því að hafa starfsnám, háskólanám, rannsóknir og stoðþjónustu undir einu þaki yrðu að engu.Ódýrir háskólar Samanburður á kostnaði við háskóla á Íslandi við nágrannalöndin sýnir að háskólar á Íslandi er ódýrir og þurfa að glíma við minnkandi fjárveitingar. Þetta kemur fram í ýmsum myndum en tökum dæmi. Þegar Bændaskólanum á Hvanneyri var breytt í háskóla komu þau skýru skilaboð að við ættum að útvíkka okkar námsframboð. Til þess fengist að vísu ekki aukið fjármagn á frumstigi en tekið yrði tillit til árangurs. Skólinn kom á námsbraut í umhverfisskipulagi sem innan skamms var orðin að burðarás BS-náms auk búvísindanna. Nú hefur þessi námsbraut verið starfrækt í 10 ár, um 130 manns útskrifast og tæp 70% útskrifaðra hafa sótt eða eru í mastersnámi. Stór hluti þessa fólks er nú í störfum víðsvegar um land. Aukin fjárveiting kom aldrei. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 2014 er bein fjármögnun frá ríkinu 655 milljónir króna, annars afli skólinn sem sértekna. Við skólann eru 88 ársstörf, það gera 7,4 milljónir á hvern starfsmann til að reka alla starfsemina. Þrátt fyrir takmarkað fjármagn fær skólinn viðurkenningar fyrir gott starf. Þeir sem segja að LbhÍ sé dýr eru í raun að segja að starfsemi skólans sé óþörf. Sameining við HÍ og flutningur kennslu og rannsókna á höfuðborgarsvæðið skapar meiri nálægð við akademískt umhverfi. Sé hins vegar litið til samfélagsins í heild sinni þá beinast rökin gegn slíkri sameiningu. Það er að segja vilji samfélagið halda uppi dreifðri byggð með skapandi menningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur fjörug umræða um Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) verið í fjölmiðlum í kjölfar yfirlýsingar mennta- og menningarmálaráðherra um að háskólar á Íslandi yrðu sameinaðir. Mest virðist rætt um sameiningu LbhÍ við HÍ og hafa nokkrir félagar mínir við LbhÍ komið að þeirri umræðu og bent á möguleika sem skapast eða kunni að skapast við það. Samstarf LbhÍ og HÍ hefur aukist en LbhÍ og margir starfsmenn eru einnig í miklu samstarfi við erlendar menntastofnanir. Fjarlægðir milli staða eru oft ekki aðalatriði heldur sameiginlegur áhugi. Einungis brot þeirra sem útskrifast frá háskólum fara í rannsóknir. Hinir eru úti í samfélaginu í fjölbreyttum störfum og iðulega áberandi í félagslífi. Okkar samskipti eru við háskólamenntað fólk í miðju samfélagsins, við kennara, hjúkrunarfræðinga, verkfræðinga o.s.frv. Hátt hlutfall þeirra sem útskrifast frá LbhÍ finnur starfsvettvang á landsbyggðinni og eru þar virkir þátttakendur. Menntafólk binst gjarnan þeim stöðum og því umhverfi sem það kynntist á námsárunum og er tregt til að flytja að námi loknu. Þetta á hvarvetna við og háskólar hafa víða verið stofnaðir til að styrkja stoðir samfélagsins, t.d. í Trömsö, Umeå og Oulu. Þjóðverjar gerðu þetta einnig með stofnun háskóla í Konstanz, Beureuth og víðar. Auk hinna almennu háskóla hafa Þjóðverjar fagháskóla og viðlíka stofnanir þar sem akademísk fræðsla og starfsþjálfun fara saman. Þeir líta á hina miklu faglegu og landfræðilegu breidd í háskólamenntun sem stóran þátt í sinni velgengni.Byggðaþróun Byggðaþróun á Íslandi var afar ólík því sem annars staðar þekkist. Okkar þjóðfélag breyttist úr dreifbýlasta landi í Evrópu í það þéttbýlasta á seinustu öld og þéttbýlið er nær allt á einum stað. Á Reykjavíkursvæðinu búa 2/3 til 3/4 íbúa landsins eftir því hvar mörkin eru dregin. Íslenskt samfélag þarf að gera upp við sig hvort það vilji verða að borgarríki með landið utan þess sem hráefnis- og orkugjafa og til frístundaiðkunar eða hvort við viljum halda í öflugt atvinnulíf og menningu á landsbyggðinni. Landbúnaðarháskólinn er ein þeirra stofnana sem enn hafa kjölfestu á landsbyggðinni og styrkir hana. Með sameiningu við HÍ mundi sú kjölfesta glatast. Enn meiri þjöppun háskólastarfs á höfuðborgarsvæðið eykur fábreytni í vali fyrir ungt fólk. Við stofnun LbhÍ voru Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Rala á Keldnaholti og Garðyrkjuskólinn sameinuð. Nær öll fræðsla og rannsóknir og ýmis stoðþjónusta í landbúnaði fór í eina stofnun. Ég efast um að þessi fjölbreytta starfsemi eigi auðvelt uppdráttar innan veggja HÍ. Háskóli Íslands er sem betur fer mjög öflugur almennur háskóli en þarf eins og aðrir að glíma við eigin fjárhagsvandamál. Ef af sameiningu yrði þá væri afar eðlilegt að hann byrjaði á að losa sig við starfsemi sem ekki fellur beint að akademísku umhverfi. Það væri starfsnámið og síðan flyttist allt háskólanám til Reykjavíkur. Þau samlegðaráhrif sem fylgja því að hafa starfsnám, háskólanám, rannsóknir og stoðþjónustu undir einu þaki yrðu að engu.Ódýrir háskólar Samanburður á kostnaði við háskóla á Íslandi við nágrannalöndin sýnir að háskólar á Íslandi er ódýrir og þurfa að glíma við minnkandi fjárveitingar. Þetta kemur fram í ýmsum myndum en tökum dæmi. Þegar Bændaskólanum á Hvanneyri var breytt í háskóla komu þau skýru skilaboð að við ættum að útvíkka okkar námsframboð. Til þess fengist að vísu ekki aukið fjármagn á frumstigi en tekið yrði tillit til árangurs. Skólinn kom á námsbraut í umhverfisskipulagi sem innan skamms var orðin að burðarás BS-náms auk búvísindanna. Nú hefur þessi námsbraut verið starfrækt í 10 ár, um 130 manns útskrifast og tæp 70% útskrifaðra hafa sótt eða eru í mastersnámi. Stór hluti þessa fólks er nú í störfum víðsvegar um land. Aukin fjárveiting kom aldrei. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 2014 er bein fjármögnun frá ríkinu 655 milljónir króna, annars afli skólinn sem sértekna. Við skólann eru 88 ársstörf, það gera 7,4 milljónir á hvern starfsmann til að reka alla starfsemina. Þrátt fyrir takmarkað fjármagn fær skólinn viðurkenningar fyrir gott starf. Þeir sem segja að LbhÍ sé dýr eru í raun að segja að starfsemi skólans sé óþörf. Sameining við HÍ og flutningur kennslu og rannsókna á höfuðborgarsvæðið skapar meiri nálægð við akademískt umhverfi. Sé hins vegar litið til samfélagsins í heild sinni þá beinast rökin gegn slíkri sameiningu. Það er að segja vilji samfélagið halda uppi dreifðri byggð með skapandi menningu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun