Lífið

Nýgift og eiga von á barni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Kelly Rowland tilkynnti það á Instagram í gær að hún ætti von á barni með eiginmanni sínum Tim Witherspoon.

Kelly setti mynd af agnarsmáum Jordan-strigaskóm við hliðina á strigaskóm Tims inn á samfélagsmiðilinn og opinberaði þannig að hún væri ólétt.

Kelly og Tim giftu sig í síðasta mánuði á Kosta Ríka. Kelly hefur verið upptekin uppá síðkastið að vinna í nýrri tónlist fyrir Pepsi vegna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.

Instagram-myndin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.