Fleiri með presta en lækni í kauptúninu Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2014 07:00 Reykjavík og höfuðborgarsvæðið bera höfuð og herðar yfir aðra staði á landinu hvað varðar staðsetningu opinberra stofnana. Prestar eru í fleiri þéttbýliskjörnum á landinu en heilsugæsla. Þetta kemur fram í úttekt Byggðastofnunar á staðsetningu starfa ríkisins árið 2014. Presta er ekki að finna í tólf sveitarfélögum landsins og heilsugæslu er ekki að finna í fimmtán sveitarfélögum. Höfuðborgarsvæðið sker sig úr með langflestar stofnanir hins opinbera. Þrír þéttbýlisstaðir landsins hafa enga ríkisstarfsmenn í sinni byggð. Það eru Svalbarðseyri, skammt utan Akureyrar, Stöðvarfjörður á Austurlandi, og Stokkseyri á Suðurlandi. Engin ríkisstofnun eða útibú á vegum ríkisins er á þessum þéttbýlisstöðum. Björn Valur Gíslason, varaþingmaður VG, hefur lagt fram fyrirspurnir á þingi til allra ráðuneyta um fjölda opinberra starfa og framtíðarhorfur ráðuneytanna í starfsmannamálum.„Það má eflaust gera betur í dreifingu starfa ríkisins og eflaust er ekki nægilega vel gefið milli landshluta hvað þetta varðar. Fyrirspurnir mínar snúast fyrst og fremst um að fá vitræna umræðu í þjóðfélaginu um framtíð starfa ríkisins. Það má ekki vera svo að störf einstaklinga séu einungis rædd meðal embættismanna í ráðuneytunum,“ segir Björn Valur.Björn Valur GíslasonReykjavík notið „stórkostlegs byggðastuðnings“ Fram kemur í úttektinni að Reykjavík og höfuðborgarsvæðið beri höfuð og herðar yfir aðra staði hvað varðar staðsetningu starfa ríkisins.„Staðsetning starfa á vegum ríkisins er oft nefnd sem byggðamál en líklega sjaldan í samhengi við Reykjavík sem þó hefur notið stórkostlegs byggðastuðnings stjórnvalda að þessu leyti með höfuðstöðvar stjórnsýslu og langflestra starfsþátta ríkisins. Einkum þeirra sem hafa landið allt að vettvangi og marga starfsmenn,“ segir í úttektinni. Sjá má í úttektinni hve Reykjavík skarar fram úr sem þjónustustaður ríkisins með flestar ríkisstofnanir. Höfuðborgarsvæðið allt er einnig gríðarlega stór þjónustukjarni fyrir allt landið. Einnig má sjá að Akureyri er sá þéttbýliskjarni utan höfuðborgarsvæðisins sem hýsir flestar þjónustustofnanir hins opinbera. Þá má greina Ísafjörð, Sauðárkrók, Egilsstaði og Selfoss frá hinum minni byggðum. Byggðastofnun telur fjölda stofnana og þjónustu hins opinbera í hverjum byggðakjarna fyrir sig en greinir ekki frá fjölda starfsmanna á hverri stofnun. Til dæmis telur einn prestur í Ólafsfirði jafn mikið í greiningu Byggðastofnunar og allir prestar sem starfandi eru í Reykjavík. Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Prestar eru í fleiri þéttbýliskjörnum á landinu en heilsugæsla. Þetta kemur fram í úttekt Byggðastofnunar á staðsetningu starfa ríkisins árið 2014. Presta er ekki að finna í tólf sveitarfélögum landsins og heilsugæslu er ekki að finna í fimmtán sveitarfélögum. Höfuðborgarsvæðið sker sig úr með langflestar stofnanir hins opinbera. Þrír þéttbýlisstaðir landsins hafa enga ríkisstarfsmenn í sinni byggð. Það eru Svalbarðseyri, skammt utan Akureyrar, Stöðvarfjörður á Austurlandi, og Stokkseyri á Suðurlandi. Engin ríkisstofnun eða útibú á vegum ríkisins er á þessum þéttbýlisstöðum. Björn Valur Gíslason, varaþingmaður VG, hefur lagt fram fyrirspurnir á þingi til allra ráðuneyta um fjölda opinberra starfa og framtíðarhorfur ráðuneytanna í starfsmannamálum.„Það má eflaust gera betur í dreifingu starfa ríkisins og eflaust er ekki nægilega vel gefið milli landshluta hvað þetta varðar. Fyrirspurnir mínar snúast fyrst og fremst um að fá vitræna umræðu í þjóðfélaginu um framtíð starfa ríkisins. Það má ekki vera svo að störf einstaklinga séu einungis rædd meðal embættismanna í ráðuneytunum,“ segir Björn Valur.Björn Valur GíslasonReykjavík notið „stórkostlegs byggðastuðnings“ Fram kemur í úttektinni að Reykjavík og höfuðborgarsvæðið beri höfuð og herðar yfir aðra staði hvað varðar staðsetningu starfa ríkisins.„Staðsetning starfa á vegum ríkisins er oft nefnd sem byggðamál en líklega sjaldan í samhengi við Reykjavík sem þó hefur notið stórkostlegs byggðastuðnings stjórnvalda að þessu leyti með höfuðstöðvar stjórnsýslu og langflestra starfsþátta ríkisins. Einkum þeirra sem hafa landið allt að vettvangi og marga starfsmenn,“ segir í úttektinni. Sjá má í úttektinni hve Reykjavík skarar fram úr sem þjónustustaður ríkisins með flestar ríkisstofnanir. Höfuðborgarsvæðið allt er einnig gríðarlega stór þjónustukjarni fyrir allt landið. Einnig má sjá að Akureyri er sá þéttbýliskjarni utan höfuðborgarsvæðisins sem hýsir flestar þjónustustofnanir hins opinbera. Þá má greina Ísafjörð, Sauðárkrók, Egilsstaði og Selfoss frá hinum minni byggðum. Byggðastofnun telur fjölda stofnana og þjónustu hins opinbera í hverjum byggðakjarna fyrir sig en greinir ekki frá fjölda starfsmanna á hverri stofnun. Til dæmis telur einn prestur í Ólafsfirði jafn mikið í greiningu Byggðastofnunar og allir prestar sem starfandi eru í Reykjavík.
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira