Lífið

Brúðkaup litlu systur Britney

Lynne, móður brúðarinnar, Jamie Lynn Spears, brúðguminn James Watson, faðir brúðgumans James, fræga systirin Britney og synir hennar Jayden James og Sean Preston.
Lynne, móður brúðarinnar, Jamie Lynn Spears, brúðguminn James Watson, faðir brúðgumans James, fræga systirin Britney og synir hennar Jayden James og Sean Preston.
Systir Britney Spears, Jamie Lynn Spears, 22 ára, gekk að eiga James Watson, 31 árs, á föstudaginn var í New Orleans. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var brúðurin stórglæsileg klædd í skósíðan kremlitaðan kjól. Athöfnin var falleg þar sem fjölskylda og vinir brúðhjónanna mættu.

Jamie og dóttir hennar, Maddie, 5 ára, sem neitaði að yfirgefa brúðkaupsveisluna þegar leið á kvöldið en amma hennar, móðir Jamie, bar litlu stúlkuna úr veislunni eftir að hún steinsofnaði í fanginu á henni.

Jamie var klædd í þægilegar og hlýjar „bomsur“ undir kjólnum. 

Hér innsigla þau ást sína með kossi.

Einstaklega falleg mynd af nýgiftum hjónunum. Slörið var stórglæsilegt og fékk að njóta sín svo sannarlega.

Britney var glæsileg í gráum síðkjól. 

 James og Maddie aðstoða brúðina við að skera brúðartertuna sem var 5 metra há. Eins og sjá má á myndinni er Jamie búin að taka hárið niður. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.