Stjarna í alþjóðlegri Nokia-auglýsingu 10. febrúar 2014 09:00 Antoni langar að flytja til Kaliforníu - Mekka BMX-ara. Mynd/Kjartan Már Magnússon „Þessi myndbönd eru gerð til að sjá hvernig Nokia Lumia-símarnir virka. Allt myndbandið er tekið uppá síma og það hljómaði ekki vel í mín eyru fyrst. Síðan sá ég afraksturinn og hann lítur betur út en ef ég hefði tekið þetta upp á stóru upptökuvélinni minni,“ segir BMX-kappinn Anton Örn Arnarson. Menn hjá símafyrirtækinu Nokia höfðu samband við hann og báðu hann um að taka þátt í verkefni sem kallast Nokia PUREVIEWS. „Ég er að reyna að koma mér á framfæri í BMX-heiminum og bý til myndbönd sem ég sendi svo út í heim á síður sem birta þannig myndbönd. Tveir gæjar sem vinna í Frakklandi og eru með BMX-síðu þar vissu af mér og báðu mig um að hjóla í myndbandi fyrir Nokia,“ segir Anton. Babb kom í bátinn deginum áður en Frakkarnir áttu flug hingað til lands. „Ég datt á fjallahjóli og viðbeinsbraut mig. Það var svolítið sjokk því ég var spenntur fyrir að fá þá hingað. Ég þurfti að fara í aðgerð og þeir komu þremur mánuðum seinna, í september á síðasta ári. Þeir borguðu allt fyrir mig og greiddu mér mjög vel.“ Myndbandið var frumsýnt fyrir helgi en það er hluti af röð myndbanda til að kynna Nokia Lumia-síma. „Topparnir hjá skrifstofunni í Nokia segja að þetta sé uppáhaldsmyndbandið sitt.“ Anton er með styktaraðila í Svíþjóð, Bretlandi og á Íslandi. Hann fer regulega út að keppa, nú síðast til Flórída og Svíþjóðar. Hann byrjaði að hjóla á BMX sextán ára gamall og er 22ja ára í dag. „Ég er búinn að rotast, brjóta tennur og flest bein. Þetta er svolítið hættulegt. En mamma er stolt af mér. Þetta er skárra en að hanga úti í horni að reykja. Þetta er mjög heilbrigður lífsstíll.“ Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
„Þessi myndbönd eru gerð til að sjá hvernig Nokia Lumia-símarnir virka. Allt myndbandið er tekið uppá síma og það hljómaði ekki vel í mín eyru fyrst. Síðan sá ég afraksturinn og hann lítur betur út en ef ég hefði tekið þetta upp á stóru upptökuvélinni minni,“ segir BMX-kappinn Anton Örn Arnarson. Menn hjá símafyrirtækinu Nokia höfðu samband við hann og báðu hann um að taka þátt í verkefni sem kallast Nokia PUREVIEWS. „Ég er að reyna að koma mér á framfæri í BMX-heiminum og bý til myndbönd sem ég sendi svo út í heim á síður sem birta þannig myndbönd. Tveir gæjar sem vinna í Frakklandi og eru með BMX-síðu þar vissu af mér og báðu mig um að hjóla í myndbandi fyrir Nokia,“ segir Anton. Babb kom í bátinn deginum áður en Frakkarnir áttu flug hingað til lands. „Ég datt á fjallahjóli og viðbeinsbraut mig. Það var svolítið sjokk því ég var spenntur fyrir að fá þá hingað. Ég þurfti að fara í aðgerð og þeir komu þremur mánuðum seinna, í september á síðasta ári. Þeir borguðu allt fyrir mig og greiddu mér mjög vel.“ Myndbandið var frumsýnt fyrir helgi en það er hluti af röð myndbanda til að kynna Nokia Lumia-síma. „Topparnir hjá skrifstofunni í Nokia segja að þetta sé uppáhaldsmyndbandið sitt.“ Anton er með styktaraðila í Svíþjóð, Bretlandi og á Íslandi. Hann fer regulega út að keppa, nú síðast til Flórída og Svíþjóðar. Hann byrjaði að hjóla á BMX sextán ára gamall og er 22ja ára í dag. „Ég er búinn að rotast, brjóta tennur og flest bein. Þetta er svolítið hættulegt. En mamma er stolt af mér. Þetta er skárra en að hanga úti í horni að reykja. Þetta er mjög heilbrigður lífsstíll.“
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira