„Ég hafði ekki hugmynd um hver Steindi var enda var hann bara með litla „sketsa“ á Monitorvefnum minnir mig á þeim tíma. Það kemur mér hins vegar ekkert á óvart hvað hann varð vinsæll enda fannst mér hann strax ofsalega fyndinn og greinilega með mjög mikið af hugmyndum,“ segir Greta spurð um samstarfið.
„Þetta var bara brjálæðislega skemmtilegur dagur. Ég skemmti mér konunglega og hafði mjög gaman af því að fíflast með þeim þennan dag. Pabbi tók líka vel í þetta. Hann hafði húmor fyrir þessu. Þarna fengu leyndir leikhæfileikar pabba að njóta sín til fullnustu,“ segir hún.