Gary Martin stefnir út - Ísland haft góð áhrif á hann 10. febrúar 2014 13:20 Gary Martin nýtur sín á Íslandi. Vísir/Stefán Gary Martin, leikmaður KR í Pepsi-deildinni í fótbolta, segir það hafa gert sér gott að koma til Íslands og spila fótbolta en komandi sumar verður líklega hans síðasta á Íslandi í bili. Martin er í viðtali við breska blaðið Telegraph þar sem fjallað er um þennan unga framherja sem fékk ekki tækifæri hjá uppeldisfélagi sínu Middlesbrough. Eftir að fá svo einnig höfnun fá Hartepool var Ísland það eina sem kom til greina til að koma knattspyrnuferlinum af stað. Hann gekk til liðs við ÍA í 1. deildinni 2010 og sló þar í gegn. Hann fór svo til KR á miðju sumri 2012 og varð bikarmeistari með liðinu það árið og svo Íslandsmeistari í fyrra. „Þegar ég var hjá Middlesbrough var mér sama um allt. Ég fór á æfingu og gantaðist með strákunum. Síðan borðaði ég haug af mat og fór svo heim í X-Box-tölvuna,“ segir Martin í viðtalinu en hann þroskaðist mikið við að flytja einn til ókunnugs lands. „Að borga reikninga og og leiguna er eitthvað sem maður hugsar ekki um sem ungur atvinnumaður á Englandi. En þegar maður flytur út þarf maður að elda og þrífa. Það neyðir mann til að þroskast.“ „Þetta hefur breytt mér. Ég átta mig á hversu miklum tíma ég eyddi í ekkert og vinn nú í því að gera mig betri. Styrktarþjálfarinn hérna er snillingur. Ég hef aldrei verið svona fljótur. Hann er búinn að breyta mér algjörlega sem íþróttamanni,“ segir Martin. Englendingurinn var virkilega öflugur í liði KR á síðasta tímabili sem stóð uppi sem Íslandsmeistari og segir hann velgengni landsliðsins hafa opnað augu fólks fyrir íslenskri knattspyrnu. Það ætlar hann sér að nýta. „Hólmbert Friðjónsson skoraði 10 mörk á síðasta tíambili fyrir Fram og var seldur til Celtic en ég skoraði 13 mörk. Í lok tímabilsins mun ég leita mér að nýrri áskorun á Englandi eða á Norðurlöndum. Leikstíll minn hentar C-deildinni á Englandi því ég spila fyrir aftan fremsta mann,“ segir Martin sem unir sér vel á Íslandi og segir ekki endanlega skilið við land og þjóð þó hann fari út í haust. „Ég myndi elska komast aftur til Englands þar sem ég sakna þess að vera heima en ég velti því fyrir mér hvort ég detti aftur í gamla farið. Ég mun alltaf vilja koma aftur til Íslands. Landið hefur einfaldlega haft það mikil áhrif á líf mitt,“ segir Gary Martin. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira
Gary Martin, leikmaður KR í Pepsi-deildinni í fótbolta, segir það hafa gert sér gott að koma til Íslands og spila fótbolta en komandi sumar verður líklega hans síðasta á Íslandi í bili. Martin er í viðtali við breska blaðið Telegraph þar sem fjallað er um þennan unga framherja sem fékk ekki tækifæri hjá uppeldisfélagi sínu Middlesbrough. Eftir að fá svo einnig höfnun fá Hartepool var Ísland það eina sem kom til greina til að koma knattspyrnuferlinum af stað. Hann gekk til liðs við ÍA í 1. deildinni 2010 og sló þar í gegn. Hann fór svo til KR á miðju sumri 2012 og varð bikarmeistari með liðinu það árið og svo Íslandsmeistari í fyrra. „Þegar ég var hjá Middlesbrough var mér sama um allt. Ég fór á æfingu og gantaðist með strákunum. Síðan borðaði ég haug af mat og fór svo heim í X-Box-tölvuna,“ segir Martin í viðtalinu en hann þroskaðist mikið við að flytja einn til ókunnugs lands. „Að borga reikninga og og leiguna er eitthvað sem maður hugsar ekki um sem ungur atvinnumaður á Englandi. En þegar maður flytur út þarf maður að elda og þrífa. Það neyðir mann til að þroskast.“ „Þetta hefur breytt mér. Ég átta mig á hversu miklum tíma ég eyddi í ekkert og vinn nú í því að gera mig betri. Styrktarþjálfarinn hérna er snillingur. Ég hef aldrei verið svona fljótur. Hann er búinn að breyta mér algjörlega sem íþróttamanni,“ segir Martin. Englendingurinn var virkilega öflugur í liði KR á síðasta tímabili sem stóð uppi sem Íslandsmeistari og segir hann velgengni landsliðsins hafa opnað augu fólks fyrir íslenskri knattspyrnu. Það ætlar hann sér að nýta. „Hólmbert Friðjónsson skoraði 10 mörk á síðasta tíambili fyrir Fram og var seldur til Celtic en ég skoraði 13 mörk. Í lok tímabilsins mun ég leita mér að nýrri áskorun á Englandi eða á Norðurlöndum. Leikstíll minn hentar C-deildinni á Englandi því ég spila fyrir aftan fremsta mann,“ segir Martin sem unir sér vel á Íslandi og segir ekki endanlega skilið við land og þjóð þó hann fari út í haust. „Ég myndi elska komast aftur til Englands þar sem ég sakna þess að vera heima en ég velti því fyrir mér hvort ég detti aftur í gamla farið. Ég mun alltaf vilja koma aftur til Íslands. Landið hefur einfaldlega haft það mikil áhrif á líf mitt,“ segir Gary Martin.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira