Utan vallar: Ævintýrið okkar heldur áfram í ævintýralandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2014 08:00 Vísir/Anton Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti á sínu fyrsta stórmóti í haust og Ísland verður því ein af 24 þjóðum á Evrópumótinu á næsta ári. Auðvitað hlakkar allt íslenskt körfuboltaáhugafólk til sögulegrar stundar í lok næsta sumars en það er ekki mikið minni spenningur í okkur körfuboltaáhugamönnum að sjá hvar og við hverja íslenska liðið spilar í september 2015. Í vikunni kom það í ljós að það verður dregið í riðla fyrir Evrópumót karla 2015 í Disneylandi í París þann 8. desember næstkomandi. Þetta er fyrsta Evrópukeppnin þar sem riðlakeppnin fer fram í mörgum löndum og það er því allt opið þegar Hannes S. Jónsson og aðrir fulltrúar KKÍ mæta til Parísar í jólamánuðinum. Riðlakeppnin fer fram í Berlín (Þýskalandi), Montpellier (Frakklandi), Riga (Lettlandi) og Zagreb (Króatíu). Úrslitakeppnin fer síðan fram í Lille í Frakklandi. Það er ljóst að íslenska liðið verður með mjög sterkum liðum í riðli en fimm aðrar þjóðir verða í íslenska riðlinum og fjórar komast síðan áfram í sextán liða úrslitin. Króatía, Frakkland, Litháen og Spánn verða væntanlega í fyrsta styrkleikaflokki og Ísland er örugglega í þeim síðasta. Það kemur þó ekki endanlega í ljós í hvaða flokkum þjóðirnar 24 eru fyrr en nær dregur drættinum. Það er samt alveg hægt að hefja vangavelturnar strax svona aðeins til að létta á spenningnum. Við gætum lent með Evrópumeisturum Frakka, Hlynur Bæringsson gæti þurft að slást við Gasol-bræður og það er jafnvel möguleiki á því að nágrannaþjóðirnar Litháen, Finnland, Lettland og Pólland endi í okkar riðli og íslenska stuðningsfólkið lendi í miðri innrás í Riga úr öllum áttum. Það er auðveldlega hægt að láta sig dreyma um flotta riðla þótt það sé fullt af mögulegum martraðarriðlum í boði líka. Staðsetningin er síðan enn ein víddin í spenningnum sem mun magnast dag frá degi næstu 38 dagana. Íslenskt körfuboltafólk mun örugglega fjölmenna á EM og þó að það sé hægt að láta sig dreyma um sæta sigra og sæti í útsláttarkeppninni þá blasir raunsæið við. Ísland er langminnsta liðið í keppninni, bæði hvað varðar sögu og stærð leikmanna. Þetta snýst því líka mikið um upplifun við að stíga þetta risaskref fyrir íslenskan körfubolta. Finnar fjölmenntu á HM á Spáni í ár og settu skemmtilegan svip á mótið þar sem körfuboltafjölskyldan var í sviðljósinu; pabbi, mamma, afi, amma og krakkarnir. Það væri magnað að upplifa eitthvað í líkingu við slíkt eftir tæpt ár. Finnar hefðu vissulega átt að vinna fleiri leiki en þökk sé fólkinu á pöllunum voru þeir samt sigurvegarar á sinn hátt. Ef við Íslendingar ætlum að fjölmenna þá þurfum við að fara að bóka miða, hótel og plana ferðina hvort sem hún verður til Króatíu, Frakklands, Lettlands eða Þýskalands. KKÍ þarf líka að fara að plana undirbúninginn fyrir mótið sem verður eitthvað stærra og meira en sambandið hefur nokkurn tímann lent í. Þessir 38 dagar mega því líða fljótt. Hvort körfuboltafólk hlakkar meira til 8. desember eða 24. desember er önnur og ókönnuð saga en það er samt vel við hæfi að næsti kafli íslenska körfuboltaævintýrsins fari fram í Disneylandi í desember. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti á sínu fyrsta stórmóti í haust og Ísland verður því ein af 24 þjóðum á Evrópumótinu á næsta ári. Auðvitað hlakkar allt íslenskt körfuboltaáhugafólk til sögulegrar stundar í lok næsta sumars en það er ekki mikið minni spenningur í okkur körfuboltaáhugamönnum að sjá hvar og við hverja íslenska liðið spilar í september 2015. Í vikunni kom það í ljós að það verður dregið í riðla fyrir Evrópumót karla 2015 í Disneylandi í París þann 8. desember næstkomandi. Þetta er fyrsta Evrópukeppnin þar sem riðlakeppnin fer fram í mörgum löndum og það er því allt opið þegar Hannes S. Jónsson og aðrir fulltrúar KKÍ mæta til Parísar í jólamánuðinum. Riðlakeppnin fer fram í Berlín (Þýskalandi), Montpellier (Frakklandi), Riga (Lettlandi) og Zagreb (Króatíu). Úrslitakeppnin fer síðan fram í Lille í Frakklandi. Það er ljóst að íslenska liðið verður með mjög sterkum liðum í riðli en fimm aðrar þjóðir verða í íslenska riðlinum og fjórar komast síðan áfram í sextán liða úrslitin. Króatía, Frakkland, Litháen og Spánn verða væntanlega í fyrsta styrkleikaflokki og Ísland er örugglega í þeim síðasta. Það kemur þó ekki endanlega í ljós í hvaða flokkum þjóðirnar 24 eru fyrr en nær dregur drættinum. Það er samt alveg hægt að hefja vangavelturnar strax svona aðeins til að létta á spenningnum. Við gætum lent með Evrópumeisturum Frakka, Hlynur Bæringsson gæti þurft að slást við Gasol-bræður og það er jafnvel möguleiki á því að nágrannaþjóðirnar Litháen, Finnland, Lettland og Pólland endi í okkar riðli og íslenska stuðningsfólkið lendi í miðri innrás í Riga úr öllum áttum. Það er auðveldlega hægt að láta sig dreyma um flotta riðla þótt það sé fullt af mögulegum martraðarriðlum í boði líka. Staðsetningin er síðan enn ein víddin í spenningnum sem mun magnast dag frá degi næstu 38 dagana. Íslenskt körfuboltafólk mun örugglega fjölmenna á EM og þó að það sé hægt að láta sig dreyma um sæta sigra og sæti í útsláttarkeppninni þá blasir raunsæið við. Ísland er langminnsta liðið í keppninni, bæði hvað varðar sögu og stærð leikmanna. Þetta snýst því líka mikið um upplifun við að stíga þetta risaskref fyrir íslenskan körfubolta. Finnar fjölmenntu á HM á Spáni í ár og settu skemmtilegan svip á mótið þar sem körfuboltafjölskyldan var í sviðljósinu; pabbi, mamma, afi, amma og krakkarnir. Það væri magnað að upplifa eitthvað í líkingu við slíkt eftir tæpt ár. Finnar hefðu vissulega átt að vinna fleiri leiki en þökk sé fólkinu á pöllunum voru þeir samt sigurvegarar á sinn hátt. Ef við Íslendingar ætlum að fjölmenna þá þurfum við að fara að bóka miða, hótel og plana ferðina hvort sem hún verður til Króatíu, Frakklands, Lettlands eða Þýskalands. KKÍ þarf líka að fara að plana undirbúninginn fyrir mótið sem verður eitthvað stærra og meira en sambandið hefur nokkurn tímann lent í. Þessir 38 dagar mega því líða fljótt. Hvort körfuboltafólk hlakkar meira til 8. desember eða 24. desember er önnur og ókönnuð saga en það er samt vel við hæfi að næsti kafli íslenska körfuboltaævintýrsins fari fram í Disneylandi í desember.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira