Lífið

Lífið mælir The blonde salad, Birk-holm og Rachel Powell

Marín Manda skrifar
Langar þig að fylgjast með flottum hönnuði sem að hannar kvenlegan sjálfbæran ullanfatnað-eða jafnvel finna uppskriftir af mat sem að inniheldur engar unnar dýra afurðir, þá ættir þú að fylgjast með betur samskiptamiðlunum hér að neðan.  



Bloggarinn

Chiara Ferragni



theblondesalad.com

Það rennur ítalskt blóð í hinni 25 ára Chiara Ferragni sem er lögfræðinemi. Árið 2009 opnaði hún tískubloggið, The Blonde Salat og bloggar bæði á ítölsku og ensku. Hún hefur verið nefnd í New York Magazine fyrir götutísku ársins og unnið bloggverðlaun Bloglovin sem viðskiptabloggari ársins. Með yfir 12.000.000 heimsóknir á mánuði er ekki að undra að merki á borð við Guerlain, Dior, Hugo Boss, Louis Vuitton, Chanel og Bottega Veneta séu í samstarfi við hana.

Facebook

Rachel Powell


www.facebook.com/rachelpowelldesign

Rachel Powell hannar munstur á veggfóður, plaköt, diska, handklæði, púða, efni og fleira. Uppáhaldsliturinn hennar er sinnepsgulur sem skín í gegn á síðunni hennar. Innblásturinn er án efa fenginn frá sjötta áratugnum.



Pinterest



Gorgeous Vegan Food – Kid Friendly


pinterest.com/cosmoblue/gorgeous-vegan-food-kid-friendly/

Ef þú ert að reyna að sneiða hjá unnum dýraafurðum er þetta síðan sem þú ættir að skoða. Hér er að finna alls konar uppskriftir að gómsætum réttum sem einnig eru mjög barnvænir. Hér er að finna rétti með vegan-„kjúklingi“, hemp-hristingum og fjöldann allan af girnilegum eftirréttum.

Instagram

Birk-holm

instagram.com/birk_holm

Hin danska Anna Storck Birkholm-Falshøj hannar gæðaullarfatnað undir nafninu Birk-Holm. Vörumerkið leggur áherslu á einfaldleika, sjálfbærni og áreiðanleika. Þó með hag neytandans í huga og virðingu fyrir náttúrunni. Gaman er að fylgjast með gæðahönnun hennar á Instagram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.