Menntamálaráðherra hæstánægður Heimir Már Pétursson skrifar 4. apríl 2014 20:00 Menntamálaráðherra fagnar niðurstöðu kjarasamninganna. Þeir auki sveigjanleika í framhaldsskólakerfinu og séu fyrsta skrefið í átt að styttingu framhaldsskólanáms. Allir séu að lokum sigurvegarar og þá sérstaklega nemendur.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra lagði áherslu á það við gerð þessara kjarasamninga að fram næðust kerfisbreytingar í framhaldsskólunum og á grundvelli þeirra væri hægt að bæta kjör kennara. Hann segir að um sé að ræða tímamótasamning. „Stór hluti hans snýr einmitt að kerfisbreytingu í framhaldsskólakerfinu og gerir okkur kleift að nútímavæða kerfið. Nýta betur tíma nemenda og þar með líka fjármuni og þannig rökstyðjum við þá hækkun sem kennararnir fá,“ segir menntamálaráðherra. Launin hækki en á móti verði til betra skólakerfi. Kennsludögum fjölgi og skil milli kennslu- og prófatíma séu afnumin. „En síðan er auðvitað gríðarlega stórt atriði sem snýr að breytingum á vinnumati kennara. Það er reyndar þannig búið um það í þessu samkomulagi, að fram þarf að fara samvinna á milli stjórnvalda og kennaranna sem á svo að ljúka með atkvæðagreiðslu kennara í febrúar,“ segir Illugi. Þetta auki allan sveigjanleika í framhaldsskólakerfinu. Samningarnir feli í sér skref til styttingar á framhaldsnáminu. „Við munum getað með þessum hætti haldið áfram að þróa námstímann til stúdentsprófs þannig að við förum að líkjast meira því sem gerist í löndunum í kring um okkur,“ segir hann.Eru allir að vinna í þessu máli? „Stærsti sigurvegarinn í þessu máli eru nemendur. Við munum fá betra skólakerfi með þessum breytingum og þar með er það þjóðin öll sem græðir. En vissulega gera þessir samningar okkur kleift að gera betur við kennarana. Kerfisbreytingarnar og þar með betri nýting á fjármunum standa þá undir þessum hækkunum,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira
Menntamálaráðherra fagnar niðurstöðu kjarasamninganna. Þeir auki sveigjanleika í framhaldsskólakerfinu og séu fyrsta skrefið í átt að styttingu framhaldsskólanáms. Allir séu að lokum sigurvegarar og þá sérstaklega nemendur.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra lagði áherslu á það við gerð þessara kjarasamninga að fram næðust kerfisbreytingar í framhaldsskólunum og á grundvelli þeirra væri hægt að bæta kjör kennara. Hann segir að um sé að ræða tímamótasamning. „Stór hluti hans snýr einmitt að kerfisbreytingu í framhaldsskólakerfinu og gerir okkur kleift að nútímavæða kerfið. Nýta betur tíma nemenda og þar með líka fjármuni og þannig rökstyðjum við þá hækkun sem kennararnir fá,“ segir menntamálaráðherra. Launin hækki en á móti verði til betra skólakerfi. Kennsludögum fjölgi og skil milli kennslu- og prófatíma séu afnumin. „En síðan er auðvitað gríðarlega stórt atriði sem snýr að breytingum á vinnumati kennara. Það er reyndar þannig búið um það í þessu samkomulagi, að fram þarf að fara samvinna á milli stjórnvalda og kennaranna sem á svo að ljúka með atkvæðagreiðslu kennara í febrúar,“ segir Illugi. Þetta auki allan sveigjanleika í framhaldsskólakerfinu. Samningarnir feli í sér skref til styttingar á framhaldsnáminu. „Við munum getað með þessum hætti haldið áfram að þróa námstímann til stúdentsprófs þannig að við förum að líkjast meira því sem gerist í löndunum í kring um okkur,“ segir hann.Eru allir að vinna í þessu máli? „Stærsti sigurvegarinn í þessu máli eru nemendur. Við munum fá betra skólakerfi með þessum breytingum og þar með er það þjóðin öll sem græðir. En vissulega gera þessir samningar okkur kleift að gera betur við kennarana. Kerfisbreytingarnar og þar með betri nýting á fjármunum standa þá undir þessum hækkunum,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira