Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2014 06:00 Jón Arnór Stefánsson mætir til London í dag. vísir/daníel Íslenska körfuboltalandsliðið fær mikinn liðsstyrk í dag þegar Jón Arnór Stefánsson flýgur til móts við strákana í London en hann ætlar að taka slaginn með liðinu annað kvöld í mikilvægasta leik landsliðsins fyrr og síðar. Jón Arnór er ekki einn í för í vélinni því KR-ingurinn Helgi Már Magnússon kemur einnig með. Jón Arnór Stefánsson er besti körfuboltamaður landsins og hefur verið það í meira en áratug. Hann var ekki með liðinu í fyrstu tveimur leikjum þess í undankeppninni vegna óvissu um samningamál hans á næstu leiktíð. „Jón er enn án samnings en hann tók þessa ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína. Íslenska liðið er í góðri stöðu með að komast áfram og því tók hann þessa ákvörðun til að aðstoða liðið að tryggja Íslandi sæti á EuroBasket í fyrsta sinn í sögunni,“ segir í Fréttatilkynningu frá KKÍ. Jón Arnór var með 16,5 stig að meðaltali í Evrópukeppninni í fyrra og hitti þá úr 53 prósentum þriggja stiga skota sinna. Árið á undan skoraði Jón Arnór 18,5 stig að meðaltali í leik og þar á meðal skoraði hann 28 stig í eina útisigrinum á móti Slóvakíu. Íslenska liðið er því þarna að endurheimta sinn besta mann. Íslenska liðið spilaði samt frábærlega án Jóns í fyrri leiknum á móti Bretum í Höllinni en hinir ungu Haukur Helgi Pálsson og MartinHermannsson skoruðu þá saman 46 stig og sáu til þess að liðið saknaði ekki Jóns eins mikið. Í leiknum annað kvöld verður spennustigið hins vegar hátt og reynsla þeirra Jóns Arnórs og Helga Más verður því gulls ígildi í Koparkassanum. Saman hafa þeir spilað 148 A-landsleiki, Helgi Már 78 leiki og Jón Arnór 70. Þessir tveir hafa því séð tímana tvenna með landsliðinu í gegnum árin og eru auk þess fjölhæfir leikmenn og frábærir liðsmenn. Ef það eru einhverjir tveir sem geta komið inn í liðið við þessar aðstæður þá eru það þeir tveir. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Logi hefur ekki skorað meira í Evrópuleik í tæp sjö ár Logi Gunnarsson fór fyrir sóknarleik íslenska körfuboltalandsliðsins í tapinu í Bosníu í undankeppni EM 2015 í Tuzla í kvöld en hann var stigahæstur í íslenska liðinu í leiknum með 18 stig. 17. ágúst 2014 21:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30 Strákarnir töpuðu með tíu stiga mun í Bosníu | Frábærir í fjórða Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. 17. ágúst 2014 19:47 Bosníumenn hituðu upp fyrir Ísland með sannfærandi sigri í London Bosnía vann sannfærandi 13 stiga sigur á Bretlandi, 80-67, í riðli Íslands í undankeppnio EM í körfubolta en þjóðirnar mættust í London í kvöld. 13. ágúst 2014 20:44 Bestu úrslitin í Evrópuleik á Balkanskaganum Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með tíu stiga mun á móti Bosníu í Bosníu í kvöld eins og áður hefur komið fram á Vísi. Þrátt fyrir tapið er þetta bestu úrslit íslenska körfuboltalandsliðsins á þessum slóðum. 17. ágúst 2014 21:01 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið fær mikinn liðsstyrk í dag þegar Jón Arnór Stefánsson flýgur til móts við strákana í London en hann ætlar að taka slaginn með liðinu annað kvöld í mikilvægasta leik landsliðsins fyrr og síðar. Jón Arnór er ekki einn í för í vélinni því KR-ingurinn Helgi Már Magnússon kemur einnig með. Jón Arnór Stefánsson er besti körfuboltamaður landsins og hefur verið það í meira en áratug. Hann var ekki með liðinu í fyrstu tveimur leikjum þess í undankeppninni vegna óvissu um samningamál hans á næstu leiktíð. „Jón er enn án samnings en hann tók þessa ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína. Íslenska liðið er í góðri stöðu með að komast áfram og því tók hann þessa ákvörðun til að aðstoða liðið að tryggja Íslandi sæti á EuroBasket í fyrsta sinn í sögunni,“ segir í Fréttatilkynningu frá KKÍ. Jón Arnór var með 16,5 stig að meðaltali í Evrópukeppninni í fyrra og hitti þá úr 53 prósentum þriggja stiga skota sinna. Árið á undan skoraði Jón Arnór 18,5 stig að meðaltali í leik og þar á meðal skoraði hann 28 stig í eina útisigrinum á móti Slóvakíu. Íslenska liðið er því þarna að endurheimta sinn besta mann. Íslenska liðið spilaði samt frábærlega án Jóns í fyrri leiknum á móti Bretum í Höllinni en hinir ungu Haukur Helgi Pálsson og MartinHermannsson skoruðu þá saman 46 stig og sáu til þess að liðið saknaði ekki Jóns eins mikið. Í leiknum annað kvöld verður spennustigið hins vegar hátt og reynsla þeirra Jóns Arnórs og Helga Más verður því gulls ígildi í Koparkassanum. Saman hafa þeir spilað 148 A-landsleiki, Helgi Már 78 leiki og Jón Arnór 70. Þessir tveir hafa því séð tímana tvenna með landsliðinu í gegnum árin og eru auk þess fjölhæfir leikmenn og frábærir liðsmenn. Ef það eru einhverjir tveir sem geta komið inn í liðið við þessar aðstæður þá eru það þeir tveir.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Logi hefur ekki skorað meira í Evrópuleik í tæp sjö ár Logi Gunnarsson fór fyrir sóknarleik íslenska körfuboltalandsliðsins í tapinu í Bosníu í undankeppni EM 2015 í Tuzla í kvöld en hann var stigahæstur í íslenska liðinu í leiknum með 18 stig. 17. ágúst 2014 21:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30 Strákarnir töpuðu með tíu stiga mun í Bosníu | Frábærir í fjórða Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. 17. ágúst 2014 19:47 Bosníumenn hituðu upp fyrir Ísland með sannfærandi sigri í London Bosnía vann sannfærandi 13 stiga sigur á Bretlandi, 80-67, í riðli Íslands í undankeppnio EM í körfubolta en þjóðirnar mættust í London í kvöld. 13. ágúst 2014 20:44 Bestu úrslitin í Evrópuleik á Balkanskaganum Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með tíu stiga mun á móti Bosníu í Bosníu í kvöld eins og áður hefur komið fram á Vísi. Þrátt fyrir tapið er þetta bestu úrslit íslenska körfuboltalandsliðsins á þessum slóðum. 17. ágúst 2014 21:01 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira
Logi hefur ekki skorað meira í Evrópuleik í tæp sjö ár Logi Gunnarsson fór fyrir sóknarleik íslenska körfuboltalandsliðsins í tapinu í Bosníu í undankeppni EM 2015 í Tuzla í kvöld en hann var stigahæstur í íslenska liðinu í leiknum með 18 stig. 17. ágúst 2014 21:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30
Strákarnir töpuðu með tíu stiga mun í Bosníu | Frábærir í fjórða Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. 17. ágúst 2014 19:47
Bosníumenn hituðu upp fyrir Ísland með sannfærandi sigri í London Bosnía vann sannfærandi 13 stiga sigur á Bretlandi, 80-67, í riðli Íslands í undankeppnio EM í körfubolta en þjóðirnar mættust í London í kvöld. 13. ágúst 2014 20:44
Bestu úrslitin í Evrópuleik á Balkanskaganum Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með tíu stiga mun á móti Bosníu í Bosníu í kvöld eins og áður hefur komið fram á Vísi. Þrátt fyrir tapið er þetta bestu úrslit íslenska körfuboltalandsliðsins á þessum slóðum. 17. ágúst 2014 21:01