Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2014 06:00 Jón Arnór Stefánsson mætir til London í dag. vísir/daníel Íslenska körfuboltalandsliðið fær mikinn liðsstyrk í dag þegar Jón Arnór Stefánsson flýgur til móts við strákana í London en hann ætlar að taka slaginn með liðinu annað kvöld í mikilvægasta leik landsliðsins fyrr og síðar. Jón Arnór er ekki einn í för í vélinni því KR-ingurinn Helgi Már Magnússon kemur einnig með. Jón Arnór Stefánsson er besti körfuboltamaður landsins og hefur verið það í meira en áratug. Hann var ekki með liðinu í fyrstu tveimur leikjum þess í undankeppninni vegna óvissu um samningamál hans á næstu leiktíð. „Jón er enn án samnings en hann tók þessa ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína. Íslenska liðið er í góðri stöðu með að komast áfram og því tók hann þessa ákvörðun til að aðstoða liðið að tryggja Íslandi sæti á EuroBasket í fyrsta sinn í sögunni,“ segir í Fréttatilkynningu frá KKÍ. Jón Arnór var með 16,5 stig að meðaltali í Evrópukeppninni í fyrra og hitti þá úr 53 prósentum þriggja stiga skota sinna. Árið á undan skoraði Jón Arnór 18,5 stig að meðaltali í leik og þar á meðal skoraði hann 28 stig í eina útisigrinum á móti Slóvakíu. Íslenska liðið er því þarna að endurheimta sinn besta mann. Íslenska liðið spilaði samt frábærlega án Jóns í fyrri leiknum á móti Bretum í Höllinni en hinir ungu Haukur Helgi Pálsson og MartinHermannsson skoruðu þá saman 46 stig og sáu til þess að liðið saknaði ekki Jóns eins mikið. Í leiknum annað kvöld verður spennustigið hins vegar hátt og reynsla þeirra Jóns Arnórs og Helga Más verður því gulls ígildi í Koparkassanum. Saman hafa þeir spilað 148 A-landsleiki, Helgi Már 78 leiki og Jón Arnór 70. Þessir tveir hafa því séð tímana tvenna með landsliðinu í gegnum árin og eru auk þess fjölhæfir leikmenn og frábærir liðsmenn. Ef það eru einhverjir tveir sem geta komið inn í liðið við þessar aðstæður þá eru það þeir tveir. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Logi hefur ekki skorað meira í Evrópuleik í tæp sjö ár Logi Gunnarsson fór fyrir sóknarleik íslenska körfuboltalandsliðsins í tapinu í Bosníu í undankeppni EM 2015 í Tuzla í kvöld en hann var stigahæstur í íslenska liðinu í leiknum með 18 stig. 17. ágúst 2014 21:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30 Strákarnir töpuðu með tíu stiga mun í Bosníu | Frábærir í fjórða Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. 17. ágúst 2014 19:47 Bosníumenn hituðu upp fyrir Ísland með sannfærandi sigri í London Bosnía vann sannfærandi 13 stiga sigur á Bretlandi, 80-67, í riðli Íslands í undankeppnio EM í körfubolta en þjóðirnar mættust í London í kvöld. 13. ágúst 2014 20:44 Bestu úrslitin í Evrópuleik á Balkanskaganum Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með tíu stiga mun á móti Bosníu í Bosníu í kvöld eins og áður hefur komið fram á Vísi. Þrátt fyrir tapið er þetta bestu úrslit íslenska körfuboltalandsliðsins á þessum slóðum. 17. ágúst 2014 21:01 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið fær mikinn liðsstyrk í dag þegar Jón Arnór Stefánsson flýgur til móts við strákana í London en hann ætlar að taka slaginn með liðinu annað kvöld í mikilvægasta leik landsliðsins fyrr og síðar. Jón Arnór er ekki einn í för í vélinni því KR-ingurinn Helgi Már Magnússon kemur einnig með. Jón Arnór Stefánsson er besti körfuboltamaður landsins og hefur verið það í meira en áratug. Hann var ekki með liðinu í fyrstu tveimur leikjum þess í undankeppninni vegna óvissu um samningamál hans á næstu leiktíð. „Jón er enn án samnings en hann tók þessa ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína. Íslenska liðið er í góðri stöðu með að komast áfram og því tók hann þessa ákvörðun til að aðstoða liðið að tryggja Íslandi sæti á EuroBasket í fyrsta sinn í sögunni,“ segir í Fréttatilkynningu frá KKÍ. Jón Arnór var með 16,5 stig að meðaltali í Evrópukeppninni í fyrra og hitti þá úr 53 prósentum þriggja stiga skota sinna. Árið á undan skoraði Jón Arnór 18,5 stig að meðaltali í leik og þar á meðal skoraði hann 28 stig í eina útisigrinum á móti Slóvakíu. Íslenska liðið er því þarna að endurheimta sinn besta mann. Íslenska liðið spilaði samt frábærlega án Jóns í fyrri leiknum á móti Bretum í Höllinni en hinir ungu Haukur Helgi Pálsson og MartinHermannsson skoruðu þá saman 46 stig og sáu til þess að liðið saknaði ekki Jóns eins mikið. Í leiknum annað kvöld verður spennustigið hins vegar hátt og reynsla þeirra Jóns Arnórs og Helga Más verður því gulls ígildi í Koparkassanum. Saman hafa þeir spilað 148 A-landsleiki, Helgi Már 78 leiki og Jón Arnór 70. Þessir tveir hafa því séð tímana tvenna með landsliðinu í gegnum árin og eru auk þess fjölhæfir leikmenn og frábærir liðsmenn. Ef það eru einhverjir tveir sem geta komið inn í liðið við þessar aðstæður þá eru það þeir tveir.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Logi hefur ekki skorað meira í Evrópuleik í tæp sjö ár Logi Gunnarsson fór fyrir sóknarleik íslenska körfuboltalandsliðsins í tapinu í Bosníu í undankeppni EM 2015 í Tuzla í kvöld en hann var stigahæstur í íslenska liðinu í leiknum með 18 stig. 17. ágúst 2014 21:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30 Strákarnir töpuðu með tíu stiga mun í Bosníu | Frábærir í fjórða Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. 17. ágúst 2014 19:47 Bosníumenn hituðu upp fyrir Ísland með sannfærandi sigri í London Bosnía vann sannfærandi 13 stiga sigur á Bretlandi, 80-67, í riðli Íslands í undankeppnio EM í körfubolta en þjóðirnar mættust í London í kvöld. 13. ágúst 2014 20:44 Bestu úrslitin í Evrópuleik á Balkanskaganum Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með tíu stiga mun á móti Bosníu í Bosníu í kvöld eins og áður hefur komið fram á Vísi. Þrátt fyrir tapið er þetta bestu úrslit íslenska körfuboltalandsliðsins á þessum slóðum. 17. ágúst 2014 21:01 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Sjá meira
Logi hefur ekki skorað meira í Evrópuleik í tæp sjö ár Logi Gunnarsson fór fyrir sóknarleik íslenska körfuboltalandsliðsins í tapinu í Bosníu í undankeppni EM 2015 í Tuzla í kvöld en hann var stigahæstur í íslenska liðinu í leiknum með 18 stig. 17. ágúst 2014 21:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30
Strákarnir töpuðu með tíu stiga mun í Bosníu | Frábærir í fjórða Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. 17. ágúst 2014 19:47
Bosníumenn hituðu upp fyrir Ísland með sannfærandi sigri í London Bosnía vann sannfærandi 13 stiga sigur á Bretlandi, 80-67, í riðli Íslands í undankeppnio EM í körfubolta en þjóðirnar mættust í London í kvöld. 13. ágúst 2014 20:44
Bestu úrslitin í Evrópuleik á Balkanskaganum Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með tíu stiga mun á móti Bosníu í Bosníu í kvöld eins og áður hefur komið fram á Vísi. Þrátt fyrir tapið er þetta bestu úrslit íslenska körfuboltalandsliðsins á þessum slóðum. 17. ágúst 2014 21:01