Strákarnir töpuðu með tíu stiga mun í Bosníu | Frábærir í fjórða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2014 19:47 Logi Gunnarsson. Vísir/Vilhelm Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. Logi Gunnarsson var stigahæstur hjá íslenska liðinu með 18 stig, Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 14 stig og Martin Hermansson gerði 9 stig. Íslenska liðið lenti 23 stigum undir í þriðja leikhluta en kom sér inn í leikinn með frábærri spilamennsku í fjórða leikhlutanum. Það var því miður ekki nóg og heimamenn lönduðu sínum öðrum sigri í riðlinum en íslenska liðið vann lokaleikhlutann 29-16. Pavel Ermonlinskij var hvíldur í leiknum og þá meiddist Haukur Helgi Pálsson í þriðja leikhlutanum og spilaði ekkert eftir það. Haukur og Pavel verða vonandi orðnir leikfærir fyrir leikinn við Breta á miðvikudaginn. Íslenska liðið var búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína undir stjórn Kanadamannsins Craig Pedersen en keppti ekki bara á móti stóru og sterku bosnísku liði heldur voru heimamenn ákaft hvattir áfram með frábærum stuðningi á pöllunum. NBA-leikmaðurinn Mirza Teletović var allt í öllu í leik Bosníu í kvöld en hann var langstigahæstur með 29 stig auk þess að tala 12 fráköst. Íslenska liðið var reyndar 2-0 yfir eftir þriggja mínútna leik en þá komu fjórtán stig í röð frá liði Bosníu sem var 22-10 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Íslenska liðið náði að minnka muninn niður í fjögur stig í örðum leikhlutanum en var sjö stigum undir í hálfleik 27-34. Það var hinsvegar þriðji leikhlutinn sem fór algjörlega með leikinn en hann unnu Bosníumenn 22-6 og voru því komnir 23 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 56-33. Íslensku strákarnir voru ekki búnir að gefast upp þrátt fyrir slæma stöðu. Íslenska liðið skoraði fjórtán fyrstu stig fjórða leikhlutans og kom muninum niður í 9 stig, 56-47. Minnstur var munurinn sex stig áður en Bosníumenn kláruðu leikinn undir lokin. Þessi úrslit breyta ekki mikilvægi leiksins á móti Bretlandi í London á miðvikudagskvöldið en með sigri í þeim leik tryggir íslenska liðið sér annað sæti riðilsins sem gæti skilað liðinu sæti í úrslitakeppni EM 2015.Stig íslenska liðsins á móti Bosníu í kvöld: Logi Gunnarsson 18 stig, hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotum Hörður Axel Vilhjálmsson 14 stig, hitti úr 6 af 8 skotum Martin Hermannsson 9 og 6 fráköst Elvar Már Friðriksson 6 stig og 5 fráköst Sigurður Þorvaldsson 5 stig Axel Kárason 3 stig Ragnar Nathanielsson 3 stig Sigurður Gunnar Þorsteinsson 2 stig Haukur Helgi Pálsson 2 stig Hlynur Bæringsson skoraði ekki en tók 5 fráköst Ólafur Ólafsson skoraði ekki Pavel Ermolinskji kom ekki inná Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. Logi Gunnarsson var stigahæstur hjá íslenska liðinu með 18 stig, Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 14 stig og Martin Hermansson gerði 9 stig. Íslenska liðið lenti 23 stigum undir í þriðja leikhluta en kom sér inn í leikinn með frábærri spilamennsku í fjórða leikhlutanum. Það var því miður ekki nóg og heimamenn lönduðu sínum öðrum sigri í riðlinum en íslenska liðið vann lokaleikhlutann 29-16. Pavel Ermonlinskij var hvíldur í leiknum og þá meiddist Haukur Helgi Pálsson í þriðja leikhlutanum og spilaði ekkert eftir það. Haukur og Pavel verða vonandi orðnir leikfærir fyrir leikinn við Breta á miðvikudaginn. Íslenska liðið var búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína undir stjórn Kanadamannsins Craig Pedersen en keppti ekki bara á móti stóru og sterku bosnísku liði heldur voru heimamenn ákaft hvattir áfram með frábærum stuðningi á pöllunum. NBA-leikmaðurinn Mirza Teletović var allt í öllu í leik Bosníu í kvöld en hann var langstigahæstur með 29 stig auk þess að tala 12 fráköst. Íslenska liðið var reyndar 2-0 yfir eftir þriggja mínútna leik en þá komu fjórtán stig í röð frá liði Bosníu sem var 22-10 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Íslenska liðið náði að minnka muninn niður í fjögur stig í örðum leikhlutanum en var sjö stigum undir í hálfleik 27-34. Það var hinsvegar þriðji leikhlutinn sem fór algjörlega með leikinn en hann unnu Bosníumenn 22-6 og voru því komnir 23 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 56-33. Íslensku strákarnir voru ekki búnir að gefast upp þrátt fyrir slæma stöðu. Íslenska liðið skoraði fjórtán fyrstu stig fjórða leikhlutans og kom muninum niður í 9 stig, 56-47. Minnstur var munurinn sex stig áður en Bosníumenn kláruðu leikinn undir lokin. Þessi úrslit breyta ekki mikilvægi leiksins á móti Bretlandi í London á miðvikudagskvöldið en með sigri í þeim leik tryggir íslenska liðið sér annað sæti riðilsins sem gæti skilað liðinu sæti í úrslitakeppni EM 2015.Stig íslenska liðsins á móti Bosníu í kvöld: Logi Gunnarsson 18 stig, hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotum Hörður Axel Vilhjálmsson 14 stig, hitti úr 6 af 8 skotum Martin Hermannsson 9 og 6 fráköst Elvar Már Friðriksson 6 stig og 5 fráköst Sigurður Þorvaldsson 5 stig Axel Kárason 3 stig Ragnar Nathanielsson 3 stig Sigurður Gunnar Þorsteinsson 2 stig Haukur Helgi Pálsson 2 stig Hlynur Bæringsson skoraði ekki en tók 5 fráköst Ólafur Ólafsson skoraði ekki Pavel Ermolinskji kom ekki inná
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira