Helgi Sveinsson varð í dag Evrópumeistari í spjótkasti í flokki T42 á EM fatlaðra sem haldið er í Swansea.
Helgi kastaði 50,74 metra í síðustu tilraun, en fyrsta kastið upp á 50,06 hefði dugað honum til sigurs. Kastserían var þannig: 50,04 m, 46,23 m, ógilt, 49,39 m, 48,87 m og 50,74 metrar.
Norðmaðurinn Runar Steinstad var sá eini sem veitti Helga alvöru keppni eins og vitað var fyrir mótið. Hann kastaði lengst 47,18 metra í annarri tilraun. Búlgarinn DechkoOvcharov varð þriðji með kast upp á 41,82 metra.
Með sigrinum í dag bætti Helgi öðrum risatitli í safnið, en hann varð heimsmeistari í Lyon í Frakklandi fyrir ári síðan. Þá hafnaði hann í fimmta sæti á Ólympíumótinu í London.
Helgi var rúmum metra frá Íslandsmeti sínu í dag þrátt fyrir sigurinn, en hann kastaði 51,83 metra í Sviss fyrr í sumar sem er Íslandsmetið hans.
Glæsilegur árangur hjá Helga Sveinssyni sem er nú ríkjandi heims- og Evrópumeistari í flokki T42.
Helgi Evrópumeistari í spjótkasti
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn


KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn


Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti


Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn

